Previous Page  76 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 76 / 92 Next Page
Page Background

Skali 3B

74

Bættu þig!

Frá reynslu til líkinda

5.43

Í bekk nokkrum eru 18 stúlkur og 12 drengir. Velja á þrjá nemendur

til þátttöku í viðburði. Útbúðu hermun með lituðum eldspýtum í bolla,

18 í einum lit og 12 í öðrum.

a

Dragðu tuttugu sinnum þrjár eldspýtur í hvert skipti. Skráðu í töflu

hvenær eru dregnir tveir drengir og ein stúlka og hvenær ekki.

Finndu líkur, byggðar á tilrauninni, á að nákvæmlega tveir drengir

og ein stúlka verði dregin út.

b

Dragðu tuttugu sinnum þrjár eldspýtur í hvert skipti. Finndu líkur,

byggðar á tilrauninni, á að þrjár stúlkur eða þrír drengir verði dregin út.

c

Dragðu tuttugu sinnum þrjár eldspýtur í hvert skipti. Finndu líkur,

byggðar á tilrauninni, á að enginn eða einn drengur verði dreginn út.

5.44

Takið ykkur stöðu við fjölfarin gatnamót og skráið hve margir ökumenn

nota stefnuljós til að gefa til kynna hvert þeir ætli að fara.

a

Búið til töflu og skráið fjölda bíla þar sem gefin eru stefnuljós

þegar 10, 20 og ef til vill 50 bílar hafa farið fram hjá.

b

Notið gögnin í a til að reikna út líkurnar á að næsti ökumaður noti

stefnuljós þegar hann kemur að vegamótum.

5.45

Það er erfitt að spá rétt fyrir um veður. Veðurfræðingar gefa því oft upp

hversu áreiðanleg veðurspáin er. Ef veðurkerfin eru óstöðug er veðurspáin

oft háð meiri óvissu en ef veðurkerfin eru stöðug. Veðurspárnar hér til

vinstri eru merktar með mismunandi litum eftir því hve áreiðanlegar þær

eru. Grænar spár eru tiltölulega áreiðanlegar, gular eru ekki eins

áreiðanlegar og þær sem eru merktar með rauðu eru síst áreiðanlegar.

„Grænar“ veðurspár rætast í yfir 70% tilvika, „gular“ í milli

50% og 70% tilvika og „rauðar“ í færri en 50% tilvika.

a

Þriggja daga spá hefur litina grænt, gult og rautt. Finndu mestu og

minnstu líkur á að veðurspáin rætist alla þrjá dagana.

b

Finndu bilið, sem líkurnar liggja innan, fyrir fimm daga langtímaspá

með litunum grænt, grænt, gult, gult og rautt.

Þriðjudagur

21. október

12 18

Miðvikudagur

22. október

14 20

Fimmtudagur

23. október

14 20

Þriðjudagur

21. október

12 18

Miðvikudagur

22. október

14 20

Fimmtudagur

23. október

14 20