

Skali 3B
70
Ýmis verkefni
Þorir þú að taka áhættu?
Tveir leikmenn spila saman.
Þið þurfið
• verpil (tening með sex hliðum eða tíu-verpil)
Aðferð
Kastið verplinum til skiptis. Ákveðið hve margar umferðir þið ætlið að spila.
1
Kastið verplinum. Skoðið hvað kemur upp. Þorir þú að taka áhættuna af hvort
næsta kast gefur lægra eða hærra gildi?
2
Þú getur valið að stoppa eða taka áhættuna. Ef þú tekur áhættuna segir þú
„upp“ ef þú heldur að næsta kast gefi sama eða hærra gildi en „niður“ ef þú
heldur að næsta kast gefi sama eða lægra gildi.
3
Endutaktu „upp“ og „niður“ alveg þangað til þú velur að hætta umferðinni.
Teldu hvað köstin eru mörg. Umferðin er búin ef þú giskar rangt.
4
Stigin fást þannig:
I
Þú velur að stoppa: stigafjöldi er fjöldi kasta.
II
Þú stoppar af því að þú hefur giskað rangt: stigafjöldi er hálfur fjöldi kasta.
5
Sá vinnur sem hefur flest stig eftir að bæði hafa spilað þann fjölda umferða
sem ákveðið var.
Dæmi um tvær umferðir í spilinu:
Leikmaður 1:
Kast nr.
1
2
3
4
5
Upp kom á verpli
4
2
5
5
4
Val
niður
upp
niður
niður
stopp
Leikmaður 1 giskar rétt í öll skiptin en velur að stoppa eftir fimm köst og fær 5 stig.
Leikmaður 2:
Kast nr.
1
2
3
4
Upp kom á verpli
2
2
5
6
Val
upp
upp
niður
tap
Leikmaður 2 giskar rangt í fjórða kasti og fær því bara 2 stig.