

Kafli 5 • Líkindareikningur
69
Ýmis verkefni
Þrjú einföld spil fyrir tvo
Tveir leikmenn hafa hvor sitt hlutverk.
Látið þann sem á fyrst afmæli vera
A
en hinn er
B
.
Þið þurfið
• tvö rauð og tvö svört spil
• pening
• tvo teninga
• blað og blýant
Aðferð
Áður en spilið byrjar skuluð þið ræða hvað þið haldið að komi út. Hvor haldið þið að vinni?
1
Spilað með spilastokk
A á að stokka og halda á spilunum.
B á að draga tvö af spilunum fjórum og skrá stig.
Ef B dregur tvö rauð eða tvö svört spil fær hann/hún eitt stig.
Ef B dregur eitt rautt og eitt svart spil fer stigið til
A
.
Endurtakið 15 sinnum án þess að skipta um hlutverk. Skilið spilunum í hvert skipti.
Teljið stigin. Sá vinnur sem hefur fengið flest stig. Berið niðurstöðuna saman við niðurstöður
hinna paranna í bekknum og teljið hve oft
A
vann og hve oft
B
vann.
2
Spil með peningi
Kastið peningi upp tvisvar sinnum.
Ef niðurstaðan er tvisvar krónuhlið eða tvisvar fiskhlið fer stigið til
A
.
Ef niðurstaðan er ein krónuhlið og ein fiskhlið fer stigið til
B
.
Endurtakið 15 sinnum. Teljið stigin. Sá vinnur sem hefur fengið flest stig.
Berið niðurstöðuna saman við niðurstöður hinna paranna í bekknum og teljið
hve oft
A
vann og hve oft
B
vann.
3
Spilað með tveimur teningum
A
er leikmaðurinn en
B
er banki. Báðir byrja með tíu spilapeninga.
A
kastar báðum
teningunum. Ef
A
fær upp tvær eins tölur vinnur hann þrjá peninga frá bankanum.
Ef
A
fær upp tvær mismunandi tölur verður hann að gefa bankanum einn pening.
Endurtakið án þess að skipta um hlutverk þar til annar leikmaðurinn hefur tapað öllum
sínum peningum. Berið niðurstöðuna saman við niðurstöður hinna paranna í bekknum
og teljið hve oft
A
vann og hve oft
B
vann.
• tuttugu kubba/spilapeninga