Previous Page  69 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 69 / 92 Next Page
Page Background

Sýnidæmi 10

Vennmynd

,

framsetning atburða

með hjálp lokaðra

ferla sem hver um sig

skilgreinir atburð.

Ferlarnir skarast ef

atburðirnir geta gerst

samtímis.

Krosstafla

, tafla yfir

marga atburði sem

geta komið fyrir í

pörum.

Kafli 5 • Líkindareikningur

67

Ef tveir atburðir geta átt sér stað samtímis eru þeir ekki andstæðir. Að vera

táningur og vera yngri en 15 ára eru ekki andstæðir atburðir af því að þau

sem eru 13 og 14 ára eru í báðum hópum. Oft er heppilegt að raða gögnunum

inn í Vennmynd, töflu eða líkindatré til að fá yfirlit yfir marga atburði.

Í 28 nemenda bekk eru tíu nemendur sem eiga hund og tólf sem eiga kött.

Þrír nemendur eiga bæði hund og kött.

a

Hve miklar líkur eru á að nemandi valinn af handahófi eigi hvorki

hund né kött?

b

Hve miklar líkur eru á að nemandi valinn af

handahófi eigi annaðhvort hund eða kött

eða bæði hund og kött?

Tillaga að lausn

Fyrst röðum við gögnunum inn í Vennmynd:

a

Við sjáum af myndinni að það eru níu nemendur sem eiga

hvorki hund né kött:

P

(eiga hvorki hund né kött) =

​ 9 

____ 

28

 ​

b

að eiga að minnsta kosti eitt dýr er andstætt við að eiga hvorugt,

hund eða kött:

P

(eiga hund og/eða kött) = 1 −

​ 9 

____ 

28

 ​

=

​ 19 

____

28

5.32

Nína, Kristján, Hermann, Brjánn og Martha skipuleggja borðtennismót þar

sem allir eiga að leika á móti öllum. Allir spila tvisvar við hvern. Þau skipta

um hlið eftir fyrsta leik. Notaðu krosstöflu og finndu hve marga leiki þarf

að leika alls.

5.33

Tólf nemendur í bekknum læra spænsku sem þriðja erlent tungumál og

sex nemendur hafa hjólað í skólann. Níu nemendur læra ekki spænsku

og hafa heldur ekki hjólað í skólann. Það eru 23 nemendur í bekknum.

a

Teiknaðu Vennmynd sem sýnir aðstæðurnar.

b

Útskýrðu myndina fyrir öðrum nemanda í bekknum.

c

Hve miklar líkur eru á því að nemandi, valinn af handahófi, hafi hjólað

í skólann og læri spænsku?

d

Hve miklar líkur eru á að nemandi, valinn af handahófi, læri spænsku

en hafi ekki hjólað í skólann?

3 9

7

9

Eiga hund

Eiga kött