Previous Page  70 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 70 / 92 Next Page
Page Background

Skali 3B

68

5.34

Skoðaðu Vennmyndina til vinstri.

a

Útskýrðu hvað tölurnar í Vennmyndinni merkja.

b

Hve miklar líkur eru á að nemandi, valinn af handahófi,

bæði spili á gítar og spili fótbolta?

c

Hve miklar líkur eru á að nemandi, valinn af handahófi,

spili á gítar en spili ekki fótbolta?

d

Hve miklar líkur eru á að nemandi, valinn af handahófi,

spili að minnsta kosti annaðhvort á gítar eða fótbolta?

5.35

Þú átt fernar mismunandi buxur (rauðar, bláar, svartar og gráar)

og þrjá mismunandi jakka (vindjakka, skinnjakka og regnjakka).

a

Settu upp krosstöflu sem sýnir buxurnar og jakkana.

b

Hve miklar líkur eru á að þú veljir bláu buxurnar með regnjakkanum

ef þú velur alveg af handahófi?

c

Hve miklar líkur eru á að þú takir hvorki vindjakkann né svörtu buxurnar?

5.36

Í íþróttafélagi eru 70 félagar. Af þeim eru 20 sem stunda sund

og 48 sem stunda fótbolta. 10 félagar stunda bæði fótbolta og sund.

a

Settu upplýsingarnar skipulega fram í krosstöflu eða Vennmynd.

b

Hve miklar líkur eru á að félagsmaður, sem valinn er af handahófi,

stundi sund?

c

Hve miklar líkur eru á að félagsmaður, sem valinn er af handahófi,

stundi sund en ekki fótbolta?

d

Hve miklar líkur eru á að félagsmaður, sem valinn er af handahófi,

stundi að minnsta kosti aðra íþróttina, sund eða fótbolta?

5.37

Þú færð að vita að María og Jörundur eigi þrjú börn, 10, 12 og 15 ára.

Við gerum ráð fyrir að í hverri fæðingu sé jafn líklegt að eignast stúlku

og dreng.

a

Settu upplýsingarnar fram með líkindatré.

b

Hve miklar líkur eru á að öll börnin séu stúlkur?

c

Hve miklar líkur eru á að elsta barnið sé stúlka en hin tvö séu drengir?

d

Hve miklar líkur eru á að nákvæmlega tvö barnanna séu drengir?

e

Hve miklar líkur eru á að það sé að minnsta kosti ein stúlka

í systkinahópnum?

4

12

15

7

Spilar á gítar

Spilar fótbolta

Þegar við

notum orðið

eða

milli tveggja atburða

í líkindareikningi

þýðir það annaðhvort

annan eða hinn

eða báða.

A B

B

A B

Líkindatré

A