

Skali 3B
64
Ýmis verkefni
Kasta grís
Spilið hentar fyrir 23 leikmenn.
Kastið upp á hver á að byrja.
Þið þurfið
• tening
• blað og blýant
Aðferð
Búið til svona stigatöflu:
Leikmaður 1
Leikmaður 2
Leikmaður 3
1.
umferð
2. umferð
3. umferð
Leikmaður 1 byrjar og kastar teningnum.
Ef hann fær ekki upp 1 getur hann valið
um hvort hann vill skrá stigin og gefa
leikinn áfram til næsta manns eða
kasta aftur og leggja þau stig við. Ef
leikmaðurinn fær 1 hverfa öll stigin og
leikmaður 2 á leik.
Næsti leikmaður á leik þegar
• leikmaður gefst upp, skráir stigin fyrir
umferðina og skilar teningnum áfram
• leikmaður fær 1, verður að skrá 0 stig
fyrir umferðina og gefa teninginn áfram
Spilið annaðhvort tíu umferðir eða þangað
til leikmaður nær 100 stigum eða eins
lengi og kennarinn leyfir. Leggið saman
stigin úr öllum umferðum. Leikmaðurinn
með flest stig vinnur.
Ræðið
• Hve miklar líkur eru á að fá 1 í kasti?
• Hve miklar líkur eru á að tapa ef
leikmaður hættir á að kasta þrisvar upp
áður en hann lætur teninginn frá sér?
• Hve mörgum sinnum getur leikmaður
kastað teningnum áður en heildarlíkur
á að fá 1 verða meiri en 50%?
Afbrigði
Notið tvo teninga. Fylgið sömu reglum en
ef leikmaður fær upp 1 á báðum teningum
í sama kasti þurrkast öll áður unnin stig út
og leikmaðurinn verður að byrja aftur á 0.
Ræðið: Hve líklegt er að fara niður í núll í
umferð í þessu spili í samanburði við fyrra
spilið?