

Líkindatré
, mynd
þar sem hver útkoma
er einn punktur og
strikin tákna hvernig
útkomurnar geta átt
sér stað hver á eftir
annarri með
ákveðnum líkum.
Kafli 5 • Líkindareikningur
63
5.23
Ræðið hverjar aðstæðnanna A-D lýsa háðum atburðum og hverjar lýsa
óháðum atburðum.
5.24
Þrjár kúlur eru í poka, rauð, blá og gul. Þú dregur kúlu og skilar henni
þrisvar í röð.
a
Búðu til skipulegt yfirlit yfir það hve margar ólíkar litasamsetningar
geta komið fram í þremur dráttum. Gott er að nota líkindatré.
b
Finndu líkurnar á að fá sama lit í öllum dráttum, gulan, rauðan eða bláan.
c
Hve miklar líkur eru á að draga eina kúlu í hverjum lit?
5.25
Þú ert með tvö rauð og fjögur svört spjöld. Hverjar eru líkurnar á að draga
tvö rauð spjöld í röð ef fyrra spjaldinu er ekki skilað til baka?
5.26
Í boxi eru sex gular kúlur, þrjár bláar og fjórar rauðar.
Þú dregur og skilar ekki kúlunum. Hve miklar líkur eru á að draga
a
þrjár gular kúlur hverja á eftir annarri?
b
þrjár rauðar kúlur hverja á eftir annarri?
5.27
Þú leggur kapal. Fyrstu fimm spilin eru spaðakóngur, spaðaþristur,
hjartafjarki, tíguldrottning og laufanía.
a
Hve miklar líkur eru á því að þú fáir tvo spaða í röð næst úr
spilastokknum?
b
Hve miklar líkur eru á því að þú fáir þrjú mannspil í röð næst
úr spilastokknum?
c
Hve miklar líkur eru á að þú fáir fjóra ása í röð næst úr
spilastokknum?
A
Þú kastar tveimur teningum
og vonast til að fá tvær
sexur.
B
Þú vonast til að draga þrjá
spaða úr einum spilastokk.
C
Þú kastar upp peningi þrisvar
sinnum og vonast til að fá
krónurnar í öll skiptin.
D
Þú ert með pakka af
svörtum og grænum
hálspillum og vilt gleypa
græna pillu tvisvar í röð.
A B
B
A B
Líkindatré
A