

Sýnidæmi 6
Sýnidæmi 7
Skil
, því er skilað sem
hefur áður verið
dregið þannig að
aðstæður verði eins
og fyrir dráttinn.
Háðir atburðir
, þegar
útkoman í einum
atburði er háð
útkomunni í hinum
atburðunum.
Skali 3B
62
Að draga með og án skila
Þú ert með tvö spaðaspil og þrjú hjartaspil. Stokkaðu þau og dragðu án þess
að sjá. Finndu líkurnar á að draga spaða tvisvar í röð þegar þú skilar spilinu,
sem þú dróst fyrst, aftur í bunkann og stokkar upp á nýtt.
Tillaga að lausn
Fyrst finnum við líkurnar á að draga spaða í fyrra skiptið.
Atburður 1:
P
(spaði) =
hagstæðar
mögulegar =
2
___
5
Þar sem aðstæður í seinna skiptið (atburður 2) er alveg þær sömu og í
fyrra skiptið eru jafn miklar líkur á að draga aftur spaða. Líkurnar á að
draga spaða í bæði skiptin verða
P
(spaði og spaði) =
2
5
·
2
5
=
4
25
= 0,16 = 16%
Þú ert með tvö spaðaspil og þrjú hjartaspil. Stokkaðu þau og dragðu án þess
að sjá. Finndu líkurnar á að draga spaða tvisvar í röð þegar þú skilar
ekki
spilinu sem þú dróst fyrst aftur í bunkann.
Tillaga að lausn
Fyrst finnum við líkurnar á að draga spaða í fyrra skiptið.
Atburður 1:
P
(spaði) =
hagstæðar
mögulegar =
2
5
Það er einungis áhugavert að draga aftur ef fyrri atburðurinn á sér stað.
Fyrst þú skilaðir ekki spilinu, sem þú dróst, þá er einu spili færra að
draga úr og einum færri spaðar:
Atburður 2:
P
(spaði) =
hagstæðar
mögulegar =
1
4
Líkurnar á að draga spaða í bæði skiptin verða
P
(spaði og spaði) =
2
5
·
1
4
=
2
20
=
1
10
= 0,1 = 10%
Í drætti
með
skilum er atburður 2 óháður atburði 1.
Í drætti
án
skila er atburður 2 háður atburði 1.
Dráttur
, það sem
dregið er af
handahófi.