Kafli 5 • Líkindareikningur
57
Ýmis verkefni
Hermun:
Steinn, skæri og blað
Vinnið saman tvö og tvö.
Þið þurfið
• tvo teninga í mismunandi litum
• blað
• blýant
Aðferð
1
Notið tvo teninga í ólíkum litum.
2
Ef þið kunnið spilareglurnar skuluð þið fara
í punkt 3. Ef þið eruð ekki viss skulið þið lesa
og ræða spilareglurnar sem standa til hægri.
3
Lýsið hvernig hægt er að herma eftir því hver
vinnur í spilinu
Steinn, skæri og blað
.
4
Útbúið töflu sem sýnir hvort ykkar vinnur
og hvenær það er óútkljáð.
Leikmaður 1
vinnur
Óútkljáð Leikmaður 2
vinnur
5
Framkvæmið og skráið 50 hermitilraunir.
6
Finnið líkurnar á að það verði óútkljáð.
7
Ræðið hvort leikurinn er sanngjarn.
Steinn, skæri og blað
er einfaldur leikur
til að útkljá minni háttar mál milli fólks.
Tvær manneskjur sýna samtímis táknin
með hendinni. Ef táknin eru eins er óútkljáð
hvor vinnur.
Reglur
„Steinn“: Krepptur hnefi. Steinn slær út skæri
og tapar fyrir blaði.
„Skæri“: Vísifingur og langatöng bent lóðrétt
upp. Skæri slá út blað og tapa fyrir steini.
„Blað“: Flatur lófi snýr upp eða niður.
Blað slær stein út og tapar fyrir skærum.
Skæri
slá blað út
Blað
slær stein út
Steinn
slær skæri út




