

Skali 3B
52
5.5
Þegar teningi er kastað eru fræðilegar líkur á hverri útkomanna sex
1
6
.
a
Reiknaðu út líkur á hverri útkomu byggðar á tilraun
eftir að hafa kastað teningi
•
6 sinnum
•
20 sinnum
•
50 sinnum
•
100 sinnum
b
Lýstu með eigin orðum hvernig fræðilegar líkur og líkur byggðar á
tilraunum líkjast hver annarri eftir því sem tilraununum fjölgar.
c
Hverju er mikilvægt að gæta að þegar þú framkvæmir tilraun til að
reikna líkur á atburði?
5.6
Litaðu tíu jafn stóra miða með fjölda mismunandi lita. Til dæmis geta þrír
miðar verið rauðir, tveir verið gulir, og fimm geta verið bláir. Haltu fjölda
lita sem þú velur leyndum fyrir hinum. Leggðu miðana í ílát.
a
Láttu annan nemanda í bekknum draga miða og skila honum aftur í
ílátið. Láttu draga fimm sinnum og skráðu hvaða litur er á miðanum.
b
Láttu nemandann giska á hvaða litir eru á öllum miðunum tíu.
Ef nemandinn giskar ekki rétt á að draga fimm miða í viðbót og
giska aftur á hvaða litir eru á miðunum tíu.
c
Ræðið hve mörgum sinnum þið þurfið að draga miða til að vera nokkuð
viss á litaskiptingunni.
5.7
Notaðu lukkuhjól með fimm reitum. Snúðu bréfaklemmu tuttugu sinnum
og skráðu niður á hvaða reit hún lendir.
a
Settu upp töflu og skráðu niðurstöður úr tilraununum tuttugu.
b
Reiknaðu út líkur á hverjum atburði, byggðar á tilraununum.
c
Auktu við töfluna, snúðu bréfklemmunni tuttugu sinnum í viðbót
og skráðu í töfluna.
d
Reiknaðu út líkur á hverjum atburði, byggðar á tilraununum fjörtíu.
e
Skoðaðu lukkuhjólið. Hverjar eru fræðilegar líkur á hverri útkomu?
f
Berðu saman fræðilegu líkurnar og líkurnar byggðar á tilraununum
með mismunandi útkomum í 20 og 40 tilraunum. Ræddu um hver
niðurstaðan yrði ef þú gerðir tilraunina 100 sinnum.
Líkur út frá
tilraunum
samsvara
hlutfallslegri tíðni
í tilraun.
P
er tíðni
hagstæðra útkoma
deilt með heildar-
fjölda mögulegra
útkoma.