Skali 3B
56
5.13
Langtímaspá um veðrið næstu þrjá daga sýnir að fyrsta daginn eru
70% líkur á rigningu, annan daginn eru 50% líkur á rigningu og þriðja
daginn eru 20% líkur á rigningu.
Notaðu þrjú ílát með mismunandi fjölda miða og útbúðu hermun
um hvort verði rigning eða ekki næstu þrjá daga.
a
Lýstu hvernig hægt væri að framkvæma hermunina.
b
Framkvæmdu og skráðu 50 hermitilraunir í töflu.
c
Finndu líkurnar á að það verði rigning þrjá daga í röð.
d
Finndu líkurnar á að það rigni ekki þrjá daga í röð.
5.14
Fræðilegar líkur á að vinna eða tapa í spili eru 50% í hvert skipti.
a
Útbúðu hermun um að finna líkur, byggðar á tilraun, á að vinna
tvö spil í röð. Lýstu hvernig þú framkvæmir tilraunina.
b
Gerðu 25 hermitilraunir og finndu líkurnar, byggðar á þeim,
á að vinna tvö spil í röð.
c
Útbúðu hermun um að finna líkur, byggðar á tilraun, á að vinna
þrjú spil í röð. Lýstu hvernig þú framkvæmir tilraunina.
d
Gerðu 40 hermitilraunir og finndu líkur, byggðar á þeim,
á að vinna þrjú spil í röð.
e
Útbúðu hermun um að finna líkur, byggðar á tilraun, á að vinna
fjögur spil í röð. Lýstu hvernig þú framkvæmir tilraunina.
f
Gerðu 50 hermitilraunir og finndu líkur, byggðar á þeim,
á að vinna fjögur spil í röð.




