Previous Page  57 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 57 / 92 Next Page
Page Background

Sýnidæmi 2

Kafli 5 • Líkindareikningur

55

Hermun

Margar tilraunir er erfitt að framkvæma, til dæmis af því að þær eru hættulegar,

taka of langan tíma eða eru of dýrar. Ef við vitum eitthvað um líkurnar í tilrauninni

getum við útbúið líkan með einföldum hjálpartækjum þannig að við getum

framkvæmt tilraunina „í þykjustunni“. Við segjum þá að við

hermum

.

Notaðu pening til að framkvæma hermun sem getur svarað því hve miklar

líkur eru á að það séu

tveir drengir og ein stúlka

í þriggja barna systkinahóp.

Tillaga að lausn

Við látum krónuhliðina tákna stúlku og fiskhliðina tákna dreng.

Við köstum þrisvar og skráum niðurstöðuna: DSS. Við setjum þá

prik í línuna „Fullnægir ekki kröfunni“ í töflunni.

Við endurtökum tilraunina 50 sinnum og fáum þessa niðurstöðu:

Athugun

Skráning

Tíðni

Fullnægir kröfunni

|||| |||| ||

12

Fullnægir ekki kröfunni

|||| |||| |||| |||| |||| |||| |||| |||

38

Talning sýnir að líkurnar á að í þriggja systkina hópi séu

tveir drengir og ein stúlka er

P

(tveir drengir og ein stúlka) =

12

50

= 0,24 = 24%

5.11

Ræðið og skýrið hvernig hægt er að nota spil úr spilastokk til að herma eftir

röð tíu vítakasta fyrir handboltaleikmann með skorprósentu 75.

5.12

Dag nokkurn fá Lena og Þorbjörn tvisvar sinnum grænt ljós þegar þau ætla

að ganga yfir gangbrautirnar tvær á leiðinni í skólann. Það er grænt ljós

30% tímans á báðum umferðarljósunum. Hve miklar líkur eru á að Lena og

Þorbjörn fái grænt ljós tvisvar sinnum?

Þú skalt vinna með öðrum nemanda í bekknum og nota rauða og græna

miða til að finna svarið.

a

Lýsið hvernig hægt væri að herma eftir umferðarljósunum.

b

Framkvæmið og skráið 50 hermitilraunir.

c

Finnið hve miklar líkur eru á að Lena og Þorbjörn fái grænt ljós

á báðum gangbrautunum.

Fræðilegar líkur

á tveimur drengjum

og einni stúlku

í þriggja systkina hópi

eru 37,5%. Getur þú

sýnt fram á það?

Herma

,

gera líkan

af atburði.