Skali 3B
54
5.8
Lína vinnur við að sendast með pitsur. Pitsu á að afhenda í síðasta lagi
einni klst. eftir pöntun en stundum nær hún því ekki. Eina vikuna skráði
Lína alls 80 afhendingar og fimm þeirra voru of seinar. Hve miklar líkur
eru á því að hún nái að afhenda næstu pitsu innan frestsins?
5.9
Finndu hversu líklegt það er að þú skorir mark í vítakasti í körfubolta.
Vinnið saman tvö og tvö. Annað skráir, hitt kastar. Síðan skiptið þið
um hlutverk.
a
Kastaðu tíu sinnum að körfunni og reiknaðu líkurnar á að hitta.
b
Haltu áfram þar til þú hefur kastað tuttugu sinnum. Finndu þá
líkurnar á að hitta.
c
Haltu enn áfram þar til þú hefur kastað fimmtíu sinnum.
Reiknaðu út líkurnar á að hitta.
d
Breytast líkurnar við fleiri köst? Hver gæti verið skýringin ef
líkurnar skyldu breytast?
e
Berðu niðurstöðurnar saman við niðurstöður námsfélaga þíns.
Hvort ykkar ætti að taka vítakast í körfuboltakeppni?
5.10
Þegar við köstum upp eldspýtustokk getur hann lent á þremur ólíkum
hliðum. Hverjar eru líkurnar á að kasta stokk þannig að hann lendi með
stystu hliðina upp? Kastaðu upp eldspýtustokk og láttu hann snúast
í loftinu þannig að hann lendi af handahófi.
a
Gerðu töflu og skráðu hvernig stokkurinn lendir í tuttugu köstum.
Reiknaðu líkurnar á hverri af þremur mögulegum útkomum.
b
Gerðu tíu tilraunir í viðbót og skráðu áfram í töfluna. Reiknaðu út
líkurnar á hverri af þremur mögulegum útkomum.
c
Gerðu tuttugu tilraunir í viðbót og skráðu áfram í töfluna. Reiknaðu
út líkurnar á hverri mögulegri útkomu og segðu til um hvernig líkurnar
breytast hugsanlega frá fyrri útreikningum.
d
Safnið saman niðurstöðum úr öllum köstunum í bekknum. Skráið
niðurstöðurnar í töflureikni og finnið líkurnar á niðurstöðunum
þremur ef köstin eru að minnsta kosti þúsund.
ELDSPÝTUR
ELDSPÝTUR




