Previous Page  55 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 55 / 92 Next Page
Page Background

Kafli 5 • Líkindareikningur

53

Ýmis verkefni

Rétthent eða örvhent?

Vinnið í fjögurra eða fimm manna hópum

og síðan allur bekkurinn saman.

Þið þurfið

• blautan tennisbolta eða blautan svamp  

• töflu  

• krít/tússpenna  

• blýant  

• blað með töflum fyrir niðurstöður

Aðferð

1

Teiknið hringlaga feril með 50 cm þvermál á töfluna.

2

Takið ykkur stöðu í 45 m fjarlægð og kastið boltanum/svampinum

fimm sinnum hvert ykkar með

hægri hendi

.

3

Skráið hvort þið hittið eða hittið ekki í hringflötinn.

4

Takið ykkur stöðu í 45 m fjarlægð og kastið boltanum/svampinum

fimm sinnum hvert ykkar með

vinstri hendi

og skráið niðurstöðuna.

5

Reiknið út líkurnar á hittni hvers nemanda bæði með vinstri og hægri hendi.

6

Setjið upp sameiginlega niðurstöðutöflu fyrir allan bekkinn bæði með vinstri

og hægri hendi.

7

Reiknið út líkur á hittni með vinstri og með hægri hendi fyrir allan bekkinn í einu.

Hve mörg prósent nemenda í bekknum eru líklega örvhentir?

Afbrigði

Kastið baunapoka í húlahring eða fötu.