

Kafli 4 • Föll
31
4.38
Margrét fær vinkonur í heimsókn og ber fram konfektkassa með 34 molum.
a
Settu fram fallstæðu sem sýnir fjölda mola á mann sem fall af fjölda gesta.
b
Teiknaðu graf fallsins og sýndu með aflestri af grafinu hve margir gestir
mega vera til að hver og einn fái að minnsta kosti þrjá mola.
4.39
Dagskort í skíðalyftu á skíðasvæði nokkru kostar 1800 kr. fyrir börn
og unglinga.
a
Settu fram fallstæðu sem sýnir verðið á hverja ferð sem fall af fjölda ferða í
lyftunni. Teiknaðu graf fallsins í hnitakerfi.
b
Hvað kostar hver ferð ef þú nærð 15 ferðum á einum degi?
c
Seldar eru stakar lyftuferðir á 400 kr. hver ferð. Hve margar ferðir þarftu að
fara minnst á dag til þess að það borgi sig að kaupa dagskort?
4.40
Skólahópur aflar sér tekna með átaksverkefnum. Sveitarfélagið hefur
fengið þeim verkefni við að tína upp rusl meðfram ánum í landi þess.
Verkefnið telst taka 300 klst.
a
Settu fram fallstæðu sem sýnir fjölda vinnustunda á þátttakanda
sem fall af fjölda þátttakenda.
b
Útskýrðu hvers vegna hópstjórinn telur að fjöldi vinnustunda
standi í öfugu hlutfalli við fjölda þátttakenda eingöngu á bilinu
10 til 30 þátttakendur.
c
Teiknaðu graf fallsins fyrir 10 ≤
x
≤ 30.
d
Hópstjórinn vill drífa verkefnið af á tólf klukkustundum. Finndu með
aflestri af grafinu hve marga þátttakendur hann þarf að útvega.
c
Við setjum inn beinu línuna
x
= 30 og finnum skurðpunktinn milli
grafsins og línunnar. Við merkjum þennan punkt með
A
. Aflestur í
algebruglugganum sýnir:
Með 30 þátttakendum er verðið á mann 2000 kr.
d
Við setjum inn beinu línuna
y
= 2500 og finnum skurðpunktinn
milli grafsins og línunnar. Punktinn merkjum við með
B
.
Aflestur í algebruglugganum sýnir:
Það þurfa að vera fleiri en 24 þátttakendur til þess að verðið
á mann verði lægra en 2500 kr.