Previous Page  31 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 31 / 92 Next Page
Page Background

Kafli 4 • Föll

29

Ýmis verkefni

Hraði og tími

Vinnið í fjögurra manna hópum.

Þið þurfið

• reiðhjól með hraðamæli

• langt málband eða mælihjól

• stoppúr

Aðferð

1

Mælið út 100120 m vegalengd. Mælið nákvæmlega. Allir í hópnum hjóla hver

sitt skipti með sínum hraða. Ákveðið fyrst hver á að halda hvaða hraða í töflunni

hér að neðan. Byrjaðu 1015 m framan við upphafsstaðinn þannig að þú getir

haldið jöfnum hraða þegar þú ert komin(n) fram yfir upphafsstaðinn. Þeir sem

eru ekki að hjóla hjálpast að við að taka tímann á þeim sem er að hjóla.

2

Færið niðurstöðurnar inn í töflu

Jafn hraði

5 km/klst.

10 km/klst.

15 km/klst.

20 km/klst.

Tími

3

Breytið hraðanum í metra á sekúndu (m/s).

Margfaldið hraðann með tímanum í hverjum

dálki. Hverju takið þið eftir?

4

Teiknið hnitakerfi. Skráið hraðann á x-ásinn

og tímann á lóðrétta ásinn.

5

Merkið punktana fjóra inn í hnitakerfið.

Liggja punktarnir á beinni línu?

6

Hugsið ykkur að þið getið skipt yfir í annað

samgöngutæki og haldið áfram að auka

hraðann. Hvað verður um tímann?

7

Getur tíminn nokkurn tímann orðið núll?

Rökstyðjið svarið.

Munið að meta skekkjuvalda þegar þið mælið.

10

8

6

4

2

0

0

1 2 3 4

mín./sek.

5

12

6 7 8

14

16

18

20

22

24

Tími (sek.)