Previous Page  26 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 26 / 92 Next Page
Page Background

Sýnidæmi 5

Skali 3B

24

Annars stigs föll í verkefnum úr daglegu lífi

Annars stigs fall kemur oft fyrir sem stærðfræðilíkan í margs konar verkefnum

úr daglegu lífi og umhverfi. Í upphafi kaflans sástu dæmi um bolta sem var kastað

upp í loft. Öll köst er hægt að setja fram sem annars stigs föll ef litið er framhjá

loftmótstöðunni.

Annars stigs föll eru notuð í hagfræði til að setja fram kostnaðarlíkön í fyrirtækjum.

Við skulum líta á eitt slíkt dæmi.

Fyrirtæki framleiðir göngustafi sem eru seldir í netverslun. Kostnaðinn á

mánuði í þúsundum króna,

K

(

x

), má setja fram sem annars stigs fall þar

sem

x

er fjöldi stafapara sem fyrirtækið framleiðir:

K

(

x

) = 0,05

x

2

+ 3

x

+ 240  0

x

200

Formengið, það er að segja hvaða

x

-gildi eiga við, segir til um hve marga

stafi fyrirtækið getur framleitt á mánuði.

a

Teiknið graf

K

og notið grafið til að ákvarða hve mikið kostar að

framleiða 80 pör af stöfum á mánuði.

b

Hve marga stafi getur fyrirtækið framleitt fyrir 400 þús. kr.?

Fyrirtækið selur stafina á 13,6 þús. kr. parið.

c

Settu fram fall

T

(

x

) sem lýsir tekjum fyrirtækisins ef það selur

x

pör

af stöfum á einum mánuði. Teiknaðu tekjufallið í sama hnitakerfi og

kostnaðarfallið.

d

Notaðu gröfin til að finna hvenær kostnaður og tekjur eru jafnhá.

e

Hve mörg stafapör þarf fyrirtækið að framleiða til að það geti verið

rekið með hagnaði?