Previous Page  65 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 65 / 76 Next Page
Page Background

Kafli 5 • Líkur og talningarfræði

63

5.120

Í þessu verkefni þarftu að nota hunda, erni, strúta, menn, flugur,

maríuhænur, ketti og uglur.

a

Teiknaðu Vennmynd með tveimur mengjahringjum. Í öðru menginu eiga

að vera þær ofannefndu lífverur sem geta flogið og í hinu menginu þær

lífverur sem hafa tvo fætur.

b

Hvaða lífverur eru í sniðmengi mengjanna tveggja?

c

Hvaða lífverur eru í sammengi mengjanna tveggja?

d

Nefndu tvö dæmi um önnur dýr sem gætu verið í sniðmengi

mengjanna tveggja.

5.121

Í verslunarmiðstöð eru 34 búðir. Mengið M inniheldur allar búðirnar

sem selja matvörur.

a

Hvað einkennir

M

?

b

Hve margar búðir eru í

M

þegar

M

inniheldur 5 búðir?

5.122

Hér eru tvö mengi,

A

og

B

:

A

= {1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 19}

B

= {2, 3, 5, 7, 11, 13, 17, 19}

a

Lýstu með eigin orðum hvaða tölur eru í mengjunum

A

og

B

.

b

Lýstu

A

B

.

5.123

Í talnamenginu

A

eru allar ferningstölur frá 0 til og með 100.

Í talnamenginu

B

eru allar teningstölurnar á sama talnasviði.

Skráðu

A

B

.

5.124

Líkurnar á að ákveðin tegund af tómatafræi spíri eru 0,85.

a

Hve mörg fræ má reikna með að spíri ef maður sáir 36 fræjum?

b

Hve mörgum fræjum hið minnsta þarf að sá ef maður vill fá

10 tómataplöntur?

5.125

Rúna ætlar að gista hjá vinkonu sinni. Hún þarf að taka með sér eitt par af

skóm, einar buxur, eina peysu og einn jakka. Hún þarf að velja milli fimm

skópara, sex buxna, átta peysa og þriggja jakka.

a

Hverjar eru líkurnar á að hún velji prjónapeysu og regnjakka?

b

Hverjar eru líkurnar á að hún velji ökklaskóna, gallabuxurnar, peysuna

með V-hálsmáli og vindjakkann?