Previous Page  63 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 63 / 76 Next Page
Page Background

Kafli 5 • Líkur og talningarfræði

61

5.111

Í spilinu Meistaraheili („

Mastermind

“) eru notaðir 5 pinnar sem raðað er á

mismunandi vegu. Velja má um 6 mismunandi liti.

a

Hve margar litasamsetningar eru mögulegar ef allir pinnarnir eru

hver í sínum lit?

b

Hve margar litasamsetningar eru mögulegar ef fleiri en einn pinni

má vera í sama lit og/eða leyfilegt er að hafa auð sæti?

5.112

Hengilás er með sex-stafa-kóða. Hve margir kóðar eru mögulegir ef sama

talan má aðeins koma fyrir einu sinni?

5.113

Óskar á að búa til leyniorð með fimm táknum. Hann verður að fylgja

eftirfarandi reglum:

Nota má alla stóra og litla bókstafi úr íslenska stafrófinu nema

broddstafina (á, é, í, ó, ú, ý). Nota má alla tölustafina frá 0–9

auk táknsins _.

Hve mörg leyniorð getur Óskar búið til?

5.114

Elsa ætlar á grímuball. Hún getur valið um fjórar hárkollur,

fimm kjóla og sjö grímur.

Hve margar mismunandi samsetningar af hárkollu,

kjól og grímu eru mögulegar?

5.115

Skoðaðu veggspjaldið hér til hliðar.

a

Hverjar eru líkurnar á að fá vinning

í happdrættinu?

b

Hverjar eru líkurnar á að vinna hjólið

ef þú kaupir happdrættismiða fyrir 2000 kr.?

c

Hverjar eru líkurnar á að vinna bol?

d

Hverjar eru líkurnar á að vinna ekki

stólsessu og hitabrúsa?

til styrktar íþróttafélaginu

1. vinningur:

Reiðhjól

2.—3. vinningur:

Árskort í skíðabrekkuna

4.—10. vinningur:

Lyftingarlóð og æfingaföt

11.—25. vinningur: Stólsessa og hitabrúsi

26.—50. vinningur: Bolur

Alls 1000 seldir miðar á 400 kr. stykkið

Happadrætti

p

tti

FR

Í

SK

Ó

Íslenska

stafrófið

A Á B D Ð

E É F G H I Í J

K L M N O Ó

P R S T U Ú V

X Y Ý Þ Æ Ö