Orðskýringar
A
Skýringar
afsláttur
lækkun á vöruverði
atburður
í líkindareikningi: mengi af útkomum sem uppfyllir tiltekin skilyrði; dæmi: ef atburðurinn
er: „upp kemur oddatala á teningi“ er atburðurinn mengið {1, 3, 5} eða safnið: 1, 3, 5
B
biti
er tölustafur í tvíundakerfinu; biti getur verið annaðhvort 0 eða 1
botnpunktur
punktur á grafi sem hefur lægra fallgildi en allir punktarnir í grenndinni
breyta
stærð sem getur tekið breytileg gildi innan þess talnabils sem fall er skilgreint fyrir,
tákn (oftast bókstafur) til að tákna ótiltekna stærð
bæti
hópur sem samanstendur af átta bitum
D
daglína
180° lengdarbaugur í Kyrrahafinu sem aðskilur tvær dagsetningar
E
eðlismassi
ákveðinn massi af efni deilt með rúmmáli efnisins
empírískt fall
fall þar sem fallgildin byggjast á tilraunum, mælingum, reynslu eða athugunum
F
fall
regla sem sýnir tengslin milli tveggja stærða sem geta haft mismunandi gildi en
eru háðar hvor annarri; önnur stærðin, oftast táknuð með x, er nefnd „óháð breyta“
fallgildi
talan sem fæst þegar reiknað er gildi fallstæðu fyrir ákveðið gildi á óháðu breytunni sem
oft er nefnd x
fastaliður, fasti
fallgildið þegar óháða breytan x = 0. Í línulega fallinu y = ax + b er b fastaliðurinn
ferilhorn
horn með topppunkt á hringferli og arma sem eru annaðhvort báðir sniðlar hringsins eða
annar armurinn sniðill og hinn snertill
ferill
mengi punkta í fleti sem má t.d. tákna með því að draga blýantsodd eftir blaði án þess
að blýantinum sé lyft frá blaðinu
ferningsrót
talan sem margfölduð með sjálfri sér verður hin uppgefna tala; ferningsrótin af
16 er 4 vegna þess að 4 · 4 = 16
ferningstala
svarið þegar heil tala er margfölduð með sjálfri sér. Allar ferningstölur má skrifa sem
veldi þar sem veldisvísirinn er 2
ferningur
ferhyrningur þar sem öll hornin eru 90° og allar hliðarnar jafn langar
flatarmál
stærð flatar sem rúmfræðileg mynd þekur
fyllimengi
ef mengið A er hlutmengi í menginu B inniheldur fyllimengi A með tilliti til B öll stök
sem eru í B en ekki í A
G
geiri
hluti af hringfleti sem afmarkast af tveimur geislum og boganum milli þeirra
geisli
strik frá miðju hrings að hringferlinum
gengi
gildi tiltekins gjaldmiðils gagnvart öðrum gjaldmiðli
gildistafla
sýnir gildi óháðu breytunnar x og samsvarandi fallgildi
gjaldmiðill
það sem greitt er með í viðskiptum; peningar sem ríki ákveður sem grunneiningu
í viðskiptum
Skali 2B
68