Previous Page  61 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 61 / 76 Next Page
Page Background

Kafli 5 • Líkur og talningarfræði

59

5.103

Lukkuhjóli er skipt í 24 jafn stór svæði. Svæðin á að lita með færri en

24 mismunandi litum. Líkurnar á að fá hvern lit eiga að vera jafnar.

Hve marga liti er þá hægt að nota og hve mörg svæði verða í hverjum lit?

Finndu alla möguleikana.

5.104

Myndirnar hér á eftir sýna fjórar mismunandi skálar með lituðum kúlum.

Hugsaðu þér að þú dragir blindandi eina kúlu.

a

Úr hvaða skál eru mestu líkurnar á að draga rauða kúlu?

b

Úr hvaða skál eru nákvæmlega 50% líkur á að draga gula kúlu?

c

Úr hvaða skál eru minnstu líkur á að draga gula kúlu?

d

Hverjar eru líkurnar á að draga græna kúlu úr hverri af skálunum fjórum?

5.105

Á parísarhjóli eru 18 vagnar. Gústaf er í langri biðröð til að komast

í parísarhjólið. Hverjar eru líkurnar á að hann lendi í vagni nr. 15?

5.106

Tveir og tveir bekkjarfélagar eiga að vinna þetta verkefni saman.

Þið þurfið kubba, bréfaklemmur eða eitthvað annað sem er í

mismunandi litum og tvö stór box handa hvorum.

Þið veljið ykkur hvor um sig 12 litla hluti í ákveðnum litum en gætið þess

að hinn nemandinn sjái ekki hvaða hlutir verða fyrir valinu með því að setja

þá í boxið. Nú dragið þið hluti úr boxi hvor annars og skilið þeim aftur í

boxið. Þið gætið þess að blanda hlutunum vel í hvert sinn. Þið dragið að

minnsta kosti 50 sinnum og skráið nákvæmlega í hvert sinn hvaða lit þið

dragið.

a

Notið niðurstöðurnar til að giska á litasamsetningu hlutanna

hjá bekkjarfélaganum.

b

Notið niðurstöðurnar til að finna hve miklar líkur eru á hverjum lit

í næsta drætti.

A

B

C

D