Skali 2B
60
5.107
Ásgeir á að búa til fjögurra stafa PIN-númer. Hann vill ekki nota
tölustafinn 0.
a
Hve mörg PIN-númer getur hann búið til?
b
Hve mörg PIN-númer getur hann búið til úr mismunandi tölustöfum?
5.108
Fjórar kúlur í mismunandi litum eru í skál. Ein kúlan er rauð.
Þú dregur kúlu blindandi fjórum sinnum.
a
Hve margar mismunandi litaraðir getur þú fengið ef þú lætur kúlurnar
sem þú dregur ekki aftur í skálina eftir hvern drátt?
b
Þú dregur fjórum sinnum. Hve margar mismunandi litaraðir getur
þú fengið ef þú lætur kúlurnar sem þú dregur aftur í skálina eftir
hvern drátt?
c
Hverjar eru líkurnar á að þú dragir rauðu kúluna fyrst í a-lið?
d
Hverjar eru líkurnar á að þú dragir rauðu kúluna í hverjum drætti í b-lið?
5.109
Á taflborði eru 64 reitir. Jónas kastar bréfaklemmu á taflborðið.
Hún lendir tilviljanakennt á einum reitnum.
a
Hverjar eru líkurnar á að bréfaklemman lendi á hvítum reit?
b
Hverjar eru líkurnar á að bréfaklemman lendi á reit d5?
c
Hverjar eru líkurnar á að bréfaklemman lendi ekki á röð 5 eða á dálki d?
5.110
Skoðaðu lukkuhjólið á spássíunni. Eru jafnar eða ójafnar líkur á útkomunum
sem lýst er í útkomurúmunum hér á eftir?
a
Ú
= {gulur, bleikur, fjólublár}
b
Ú
= {tölur í 4-töflunni, tölur sem eru ekki í 4-töflunni}
c
Ú
= {sléttar tölur, oddatölur}
d
Ú
= {1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12}
e
Ú
= {gulur, ekki gulur}
f
Ú
= {tölur minni en 7, tölur stærri en 6}
12 1
7
8
5
11
10
3
4
9
2
6