Skali 2B
58
5.99
Á hve marga mismunandi vegu er hægt að raða saman þremur mismunandi
tölustöfum til að mynda þriggja stafa tölu?
5.100
Skoðaðu Vennmyndina.
a
Hvað einkennir stökin í mengjunum
A
og
B
?
b
Lýstu stakinu í sniðmenginu.
c
Hvar á Vennmyndina myndir þú setja bláan hring?
d
Hvar á Vennmyndina myndir þú setja grænan þríhyrning?
5.101
Í skóla nokkrum var framkvæmd skoðun á öllum vespum og öðrum
vélhjólum. Samtals voru 48 slík hjól skoðuð. Af þeim voru 34 gallalaus
en gallar fundust í bremsum 8 hjólanna og 10 hjól gátu farið of hratt.
a
Sýndu niðurstöðurnar í Vennmynd.
b
Hve mörg hjól voru bæði með galla í bremsum og gátu farið of hratt?
c
Aðeins eitt hjólið var fjólublátt á litinn. Hverjar eru líkurnar á
að fjólubláa hjólið hafi verið með galla í bremsum?
5.102
Lýstu útkomumengi eftirfarandi viðburða og segðu til um hvort jafnar eða
ójafnar líkur eru á útkomunum.
a
Kast með venjulegum teningi
b
Fótboltaleikur
c
Kast með krónupeningi
d
Einkunn á stærðfræðiprófi
e
Kúla dregin úr poka með 5 gulum, 4 rauðum og 3 hvítum kúlum
f
Snúið lukkuhjóli með 8 jafn stórum svæðum með númerunum 1–8.
A
B