grunnlína
ein hlið marghyrnings; hæð marghyrnings er dregin hornrétt á grunnlínuna
H
hagstæðar útkomur fjöldi mögulegra útkomna sem ætlunin er að reikna líkurnar á
hallatala
breyting á y-gildi þegar x-gildið hækkar um eina einingu í línulega fallinu y = ax + b;
talan a fyrir framan x-ið er hallatalan
háður atburður
þegar tiltekin útkoma viðburðar eða tilraunar er háð útkomu annars viðburðar/tilraunar
eða annarra viðburða/tilrauna
heiti á hólfi/reit
heiti á hólfi eða reit í töflureikni; hólfið efst til vinstri hefur heitið A1; heiti á hólfi kallast
einnig hólfatilvísun eða tilvísun í hólf
hjálparmynd
skissa af mynd sem mál eru skráð inn á, notuð til hjálpar í rúmfræðiteikningum og
útreikningum
hlutfall
samanburður á tölum, oft táknað með : eða brotastriki, þ.e. ritað sem almennt brot; fjórar
tölur eru sagðar vera í sama hlutfalli, ef t.d. 3 : 4 = 6 : 8
hlutfallstölur
x og y eru hlutfallstölur ef y/x er fasti
hlutmengi
hluti af öðru mengi
hnútur
mælieining fyrir hraða skipa og báta; einn hnútur er ein sjómíla á klst.
(1 sjómíla = 1,852 km)
hornalína
strik milli tveggja horna í marghyrningi, þó ekki milli samliggjandi horna
hólfatilvísun
tilvísun í hólf (reit) í töflureikni; hólfið efst til vinstri hefur hólfatilvísunina A1,
sjá einnig: heiti á hólfi
hraðalínurit
línurit sem sýnir tengslin milli vegalengdar og tíma þannig að hægt er að lesa
meðalhraðann af línuritinu
hringur
allir punktar sem eru í ákveðinni fjarlægð frá sameiginlegum miðpunkti
hæð
hæð í þríhyrningi eða ferhyrningi er strik sem stendur hornrétt á grunnlínuna
(eða á framlengingu hennar) og sýnir stystu fjarlægð frá grunnlínu að mótlægu horni
eða samsíða línu
I
innritaður hringur
allar hliðar þríhyrnings eru snertlar hringsins; miðja eða miðpunktur hringsins er
skurðpunktur helmingalína horna þríhyrningsins (en helmingalína horns skiptir
því í tvö jafn stór horn)
J
jafnar líkur
þá eru sömu líkur á öllum mögulegum útkomum
K
keila
þrívítt form sem samanstendur af grunnfleti sem er hringur og hliðarfleti sem
er hringgeiri og vefst upp í topppunkt
krosstafla
tafla með línum og dálkum, notuð til að hafa yfirlit yfir tvo óháða viðburði eða tilraunir
kúla
er þrívítt form og allir punktar á yfirborði þess eru í sömu fjarlægð frá miðju
Skali 2B
69