Skali 2B
62
5.116
Skoðaðu Vennmyndina.
a
Hvað einkennir stökin í mengjunum
A
og
B
?
b
Hvað einkennir stökin í sniðmenginu?
c
Er hægt að setja rétthyrndan þríhyrning í annað hvort mengið
A
eða
B?
Rökstyddu svarið.
d
Hvar á Vennmyndinni mundir þú setja hring? Rökstyddu svarið.
5.117
Í Noregi eru bílnúmer búin til úr tveimur bókstöfum og fimm tölustöfum.
Í Svíþjóð eru bílnúmer búin til úr þremur bókstöfum og þremur tölustöfum.
Ekki má nota bókstafina I, O, Æ, Ø og Å. Samsetningin SS er ekki notuð í
Noregi. Þar er tölustafurinn 0 heldur aldrei hafður lengst til vinstri í
talnarununni.
Í hvoru landinu, Noregi eða Svíþjóð, eru fleiri samsetningarmöguleikar á
bílnúmerum?
5.118
Þú átt að draga eina tölu úr talnaröðinni 1–24. Búðu til reglur þannig að
vinningslíkur verði:
a
25%
b
12,5%
c
1
__
3
d
1
__
6
5.119
Pálína á 14 naglalökk í mismunandi litum. Dag nokkurn dettur henni í hug
að lakka neglurnar þannig að hver nögl sé í sínum lit.
Hve margar mismunandi litasamsetningar getur Pálína valið?
A
B