![Show Menu](styles/mobile-menu.png)
![Page Background](./../common/page-substrates/page0069.jpg)
Kafli 5 • Líkur og talningarfræði
67
5.139
Hugsaðu þér að þú kastir tveimur teningum með tölunum 1–20.
Hverjar eru líkurnar á að summa talnanna á teningunum
tveimur verði
a
hærri en 20
b
hærri en 10
c
minni en 15
5.140
Þú ætlar að kaupa kúluís með þremur kúlum. Í ísbúðinni er boðið upp á tíu
mismunandi bragðtegundir, þrjár mismunandi íssósur og ferns konar ávexti
ofan á ísinn. Það er líka hægt að velja á milli vöffluíss og að ísinn sé settur í box.
a
Hve mörgum möguleikum stendur þú frammi fyrir ef þú ætlar að
kaupa þrjár mismunandi ískúlur?
b
Hve marga valmöguleika hefur þú ef þú kaupir tvær eða þrjár kúlur
með sömu bragðtegund?
c
Hverjar eru líkurnar á að þú veljir ís með að minnsta kosti einni jarðarberjakúlu?
Bragð
vanillu
jarðarberja
súkkulaði
hnetu
bláberja
karamellu
sítrónu
mangó
kirsuberja
hindberja
Ávextir
blandaðir ávextir
melóna
vínber
kíví
Sósur
súkkulaði
jarðarberja
karamellu
5.141
Ákveðið er að setja á stofn nefnd til að skipuleggja skólaferðalag fyrir allan
árganginn í 9. bekk. Í 9. bekk starfa 6 kennarar, tveir karlkyns og fjórir
kvenkyns. Í 9. bekk eru 76 nemendur, 40 stelpur og 36 strákar. Í nefndinni
eiga að vera einn karlkyns kennari og einn kvenkyns kennari og þar að auki
ein stelpa og einn strákur sem fulltrúar nemenda. Dregið verður um hverjir
verða í nefndinni.
a
Hve miklar líkur eru á að bæði Þóra og Lárus verði dregin út sem
fulltrúar nemenda?
b
Í nemendahópnum eru þrír strákar og 35 stelpur sem hafa sítt hár.
Hverjar eru líkurnar á að báðir nemendurnir sem dregnir verða út séu
síðhærðir og jafnframt að yngsti kvenkyns kennarinn og yngsti karlkyns
kennarinn verði dregnir út?