Kafli 5 • Líkur og talningarfræði
57
5.93
Skólahljómsveitin er að safna fyrir tónleikaferð. Hún lætur útbúa
happdrættisrenninga í bunkum og í hverjum bunka eru renningar með
5 númerum. Í hverjum bunka eru númer frá 001 til 1000. Öll númer sem
enda á 33 eru vinningsnúmer.
a
Hve mörg vinningsnúmer eru í hverjum bunka?
b
Hverjar eru líkurnar á að fá vinningsnúmer?
c
Hverjar eru líkurnar á að fá vinningsnúmer á renningi þegar þú veist
að á engum renningi er meira en eitt vinningsnúmer?
5.94
Teiknaðu lukkuhjól þar sem vinningslíkurnar eru
a
25%
b
0,1
c
1
___
3
5.95
Friðrikka frænka er með fimm pottaplöntur í stofuglugganum.
Á hve marga mismunandi vegu getur hún raðað plöntunum í gluggann?
5.96
María, Marta og Magnea keppa í fimleikum. Eitt sinn fengu vinkonurnar
þrjár þrjú hæstu stigin í meistarakeppni.
a
Á hve marga mismunandi vegu geta 1. sæti, 2. sæti og 3. sæti
skipst milli vinkvennanna þriggja?
b
Hverjar eru líkurnar á að María hafi unnið?
c
Hverjar eru líkurnar á að Magnea hafi ekki lent í 3. sæti?
5.97
Hassan skrifar hjá sér hvaða bílar aka fram hjá húsinu þar sem hann býr.
Á tveimur klukkutímum hefur hann séð 8 Volvoa,
13 VW, 5 Opela, 7 Toyotur, 9 Hondur, 6 Forda, 3 Mercedes,
1 jeppa og 6 bíla af öðrum tegundum.
a
Hverjar eru líkurnar á að næsti bíll verði VW?
b
Hverjar eru líkurnar á að næsti bíll verði annaðhvort Volvo
eða Toyota?
c
Hverjar eru líkurnar á að næsti bíll verði ekki Opel?
5.98
Í skólaferðalagi eiga nemendur að velja bæði á milli fjögurra skoðunarferða
um morguninn og síðan milli fimm verkefna um eftirmiðdaginn. Um kvöldið
er val milli kvikmyndasýningar eða diskóteks.
Hversu margar samsetningar af afþreyingu eru í boði fyrir nemendur
þennan dag?