Previous Page  58 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 58 / 76 Next Page
Page Background

Skali 2B

56

Verkefni af ýmsu tagi

5.87

María og þrjú systkini hennar kasta upp á hvert þeirra eigi að vaska upp.

Hverjar eru líkurnar á að það verði María?

5.88

Í dansskóla eru níu stelpur og sex strákar. Þau eiga að dansa saman tvö og

tvö. Hve mörg mismunandi pör með strák og stelpu er hægt að mynda?

5.89

Árni er að byggja hús og á margra kosta völ. Einn daginn þarf hann

að velja ljóskastara í loftið, reykskynjara og krana. Hann getur valið

um fjóra mismunandi reykskynjara, þrjá mismunandi ljóskastara og

þrjá mismunandi krana.

Hve margir mismunandi samsetningarmöguleikar eru fyrir Árna að velja

ljóskastara, reykskynjara og krana?

5.90

Á hve marga mismunandi vegu er hægt að raða saman

þremur ólíkum bókstöfum?

5.91

Þú dregur spil úr venjulegum spilastokki sem í eru 52 spil.

a

Hverjar eru líkurnar á að draga rautt spil?

b

Hverjar eru líkurnar á að draga lauf?

c

Hverjar eru líkurnar á að draga ás?

d

Hverjar eru líkurnar á að draga mannspil?

e

Hverjar eru líkurnar á að draga spil sem hefur slétt tölugildi

þegar ásinn hefur gildið 14?

5.92

Hverjar eru líkurnar á að vinna í happdrætti þegar líkurnar á að vinna

ekki eru 98%?