Previous Page  54 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 54 / 76 Next Page
Page Background

Skali 2B

52

5.69

Kennari kastar þremur teningum til að ákveða hvort nemendur eigi að taka

próf. Ef summa talnanna þriggja verður minni en 8 verður prófið lagt fyrir.

a

Hverjar eru líkurnar á að nemendur þurfi að taka prófið?

b

Hverjar eru líkurnar á að nemendur þurfi að taka próf tvo daga í röð?

5.70

Ívar tippaði á 13 leiki í fótbolta.

Ef maður tippar annaðhvort 1 (heimasigur), x (jafntefli) eða 2 (útisigur)

í öllum leikjunum þrettán kallast það „að tippa röð“.

a

Hve margar mismunandi raðir

er hægt að tippa á leikina þrettán?

b

Hugsaðu þér að þú kaupir tíu raðir.

Hverjar eru líkurnar á að vinna ef

úrslit allra leikjanna

eru jafn líkleg?

5.71

Á lista yfir vinsæl lög eru þau skráð í mismunandi flokka. Þrettán lög eru

í flokknum popptónlist, 11 lög í flokknum sveitatónlist og 25 í flokknum

rokktónlist.

a

Hve margar mismunandi samsetningar er hægt að búa til með

þremur lögum ef eitt lag er úr hverjum flokki?

Alda velur af handahófi eitt lag úr hverjum flokki.

b

Hverjar eru líkurnar á að öll lögin þrjú sem hún valdi

séu stystu lögin í sínum flokki?

c

Hverjar eru líkurnar á að ekkert af lögunum sem hún valdi séu stystu

lögin í sínum flokki?

d

Hverjar eru líkurnar á að að minnsta kosti eitt af lögunum sem hún valdi

sé stysta lagið í sínum flokki?

5.72

Fimm nemendur sátu í nemendaráði skóla. Þeir ætluðu að skipta með

sér verkum sem formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og stjórnarmaður.

Á hve marga mismunandi vegu gátu nemendurnir fimm skipt með sér

þessum hlutverkum?

5.73

Í hópi nokkrum eru fimm menn. Velja á af handahófi þrjá úr hópnum.

Hve margar mismunandi niðurstöður eru mögulegar?

5.74

Róbert hannar lógó fyrir félag nokkurt. Í lógóinu

eru fjögur svæði. Hvert svæði á að hafa sinn

sérstaka lit. Róbert getur valið um átta liti.

Hve margar mismunandi litasamsetningar eru mögulegar?