Previous Page  50 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 50 / 76 Next Page
Page Background

Skali 2B

48

5.46

Hjólreiðamenn geta notað ýmiss konar hjól og búnað. Nota þeir götuhjól

eða fjallahjól? Ætla þeir að vera í venjulegum íþróttabuxum eða sérstökum

hjólabuxum? Nota þeir hefðbundinn hjálm eða kúluhjálm?

Hve margar mismunandi samsetningar hjóls, buxna eða hjálms

eru mögulegar?

5.47

Hve margir mismunandi möguleikar eru á að fá fjóra tölustafi

þegar maður kastar venjulegum teningi fjórum sinnum í röð?

5.48

Sirrý ætlar að pakka inn gjöf. Hún getur valið um fjólubláan, gulllitaðan

eða blómaskreyttan gjafapappír, silfurlitað eða hvítt gjafaband og

þrenns konar gjafakort.

a

Hve margar mismunandi samsetningar af pappír, böndum

og kortum getur Sirrý valið?

b

Hverjar eru líkurnar á að Sirrý velji blómaskreytta pappírinn með

hvítu bandi og gjafakortið sem er efst í bunkanum?

5.49

Lóa ætlar að mála sig. Hún er með svartan og brúnan maskara, bleikan og

rauðan varalit og augnskuggabox með átta mismunandi litum.

Hverjar eru líkurnar á að hún velji svartan maskara, rauðan varalit og

silfurlitaðan augnskugga?

5.50

Hinrik er að búa sig undir veislu. Hann þarf að velja belti, skó, bindi og

skyrtu. Hann á þrjú belti, tvö skópör, fjögur bindi og þrjár skyrtur.

a

Hverjar eru líkurnar á að hann velji brúnu skóna og brúna beltið?

b

Hverjar eru líkurnar á að hann velji að lokum brúnu skóna, brúnt belti,

hvíta skyrtu og grátt bindi?

5.51

Á hve marga mismunandi vegu geta fimm unglingar raðað sér í sófa?