49
5.52
Hve mörg mismunandi pin-númer er hægt að búa til úr
fjórum mismunandi tölustöfum?
5.53
Hve margar mismunandi samsetningar er hægt að búa til
úr fimm mismunandi litlum bókstöfum?
5.54
Marta á að taka til í stofunni, eldhúsinu, svefnherberginu og anddyrinu.
Hún þarf að ákveða í hvaða herbergi hún byrjar og í hvaða röð hún tekur
til í herbergjunum.
Á hve marga mismunandi vegu getur Marta raðað þessum fjórum
herbergjum í tiltektinni?
5.55
Þú þarft að fara í íþróttabúð, gæludýrabúð, lyfjabúð, matvörubúð og
fatabúð.
Á hve marga mismunandi vegu geturðu raðað búðunum fimm í þessum
verslunarleiðangri?
5.56
Í matarboði eru fjórar manneskjur. Við matarborðið eru átta sæti.
Á hve marga mismunandi vegu getur fólkið setið við borðið?
5.57
Lísa kaupir fjórar mismunandi jógúrtdósir og borðar úr einni þeirra
á hverjum degi.
a
Í hve mörgum mismunandi röðum getur Lísa borðað úr jógúrtdósunum?
b
Lísa tekur daglega eina dós af handahófi út úr kæliskápnum.
Hverjar eru líkurnar á að röðin verði þessi: melónubragð, vanillubragð,
jarðarberjabragð, bláberjabragð?
5.58
Á mp3-spilara hafa verið sett tíu lög. Lögin eru spiluð í tilviljanakenndri röð.
a
Hverjar eru líkurnar á að lengsta lagið sé spilað fyrst?
b
Hve margar mismunandi lagaraðir eru mögulegar?
c
Hverjar eru líkurnar á að lögin verði spiluð í stafrófsröð?
5.59
Á bílastæði eru 56 bílar. Af þeim eru 42 fólksbílar.
Rauðir bílar eru 12 og 9 bílar eru rauðir fólksbílar.
a
Teiknaðu Vennmynd sem lýsir þessum aðstæðum.
b
Hverjar eru líkurnar á að fyrsti bíllinn sem ekið er burt
af stæðinu sé hvorki rauður né fólksbíll?