Previous Page  49 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 49 / 76 Next Page
Page Background

Kafli 5 • Líkur og talningarfræði

47

5.42

Skoðaðu Vennmyndina sem gerð var þegar 59 nemendur

í 8. bekk voru spurðir hvort þeir æfðu handbolta og fótbolta.

Útskýrðu tölurnar 8 og 25 á Vennmyndinni.

8

25

Handbolti

12

Fótbolti

14

5.43

Skoðaðu Vennmyndina hér á undan.

a

Lýstu því hvaða nemendur eru í sammengi handboltamengisins

og fótboltamengisins.

Hvað eru margir nemendur í sammenginu?

b

Lýstu því hvaða nemendur eru í sniðmengi handboltamengisins

og fótboltamengisins.

Hvað eru margir nemendur í sniðmenginu?

5.44

Könnun var gerð meðal 15 unglinga í unglingaklúbbi nokkrum.

Hver fylgist aðeins með „

Ísland got talent

“?

7

Hver fylgdist aðeins með „

Söngkeppni

framhaldsskólanna

“?

4

Hver fylgdist með báðum þessum þáttum?

3

a

Teiknaðu Vennmynd eins og sýnd er á myndinni með verkefni 5.42.

Í öðru menginu eru allir sem horfðu á „

Ísland got talent

“ og í hinu

menginu allir sem horfðu á „

Söngkeppni framhaldsskólanna

“.

b

Hvað sýna hin mismunandi svæði Vennmyndarinnar?

5.45

Þú kastar venjulegum teningi.

a

Finndu útkomurúmið.

b

Hverjar eru líkurnar á að fá upp þrist á teningnum?

c

Hverjar eru líkurnar á að fá ekki þrist (atburðinn í fyllimenginu)?