Previous Page  47 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 47 / 76 Next Page
Page Background

Kafli 5 • Líkur og talningarfræði

45

5.31

Sautjánda-júní-kerti er með láréttar litarendur í litunum blár,

hvítur og rauður.

Hve margar mismunandi litasamsetningar geta verið á kertinu?

5.32

Barn í 1. bekk gerði tilraunir með að byggja turn úr legókubbum.

Barnið mátti nota þrjá kubba í þremur mismunandi litum.

a

Hve margar mismunandi samsetningar af turnum með

litunum þremur voru mögulegar?

b

Hve margir verða samsetningarmöguleikarnir ef barnið

fær einn legókubb í viðbót í fjórða litnum?

5.33

Markús, Páll og Fríða ætla í leikhús og eiga miða hlið við hlið.

Á hve marga mismunandi vegu geta þau sest í sætin?

5.34

Anna, Egill, Freyja og Þór taka skólabílinn heim.

Það eru fjögur laus sæti í bílnum.

Á hve marga mismunandi vegu geta þau fjögur raðað sér í sætin?

5.35

María, Bastían og Helgi standa í biðröð í búðinni.

a

Á hve marga mismunandi vegu geta þau verið í biðröðinni?

b

Kristján ætlar líka að versla í búðinni. Á hve marga mismunandi vegu

geta þau staðið í biðröð ef þau koma öll fjögur í einu í búðina?