Previous Page  46 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 46 / 76 Next Page
Page Background

Skali 2B

44

Talningarfræði

5.25

Lóa á fjórar yfirhafnir, þrjú skópör og tvær húfur.

Hve margar samsetningar eru mögulegar þegar hún ætlar út

og velur sér föt til að fara í ?

5.26

Katrín hefur lært að gera tvo forrétti, fimm aðalrétti og þrjá eftirrétti.

Dag nokkurn ætlar hún að koma fjölskyldu sinni á óvart með þriggja

rétta máltíð. Hve margar mismunandi samsetningar á matseðli getur

Katrín boðið upp á?

5.27

Kristinn ætlar að borða morgunverð og getur valið um ávexti, brauð

eða morgunkorn. Þar að auki getur hann valið um drykkina mjólk,

ávaxtasafa og te. Hve margar mögulegar samsetningar eru á mat

og drykk fyrir Kristinn í morgunmatnum?

5.28

Alma er að verða of sein í skólann. Hún getur valið um fjóra jakka og þrjú

skópör. Því næst þarf hún að ákveða hvort hún eigi að hlaupa, hjóla eða

fara á hlaupahjólinu í skólann.

Á hve marga vegu getur hún valið um fatnað og aðferðir til að koma sér

í skólann?

5.29

Pétur ætlar að baka pitsu. Á pitsunni getur verið ein kjöttegund og tvenns

konar grænmeti. Kjöttegundirnar sem koma til greina eru nautahakk,

skinka, kjúklingur og pepperóní. Grænmetið sem völ er á er tómatar, ananas,

laukur, maís og paprika.

Hve margar mismunandi pitsur getur Pétur bakað?

5.30

Á krossaprófi nokkru eru þrjár spurningar. Við fyrstu spurningunni eru þrír

svarmöguleikar. Við annarri og þriðju spurningu má velja um fjögur

mismunandi svör. Á hve marga mismunandi vegu er unnt að svara

krossaprófinu?