Previous Page  48 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 48 / 76 Next Page
Page Background

Skali 2B

46

5.36

Í félagsmiðstöð þar sem eru 35 unglingar var kannað hvað unglingarnir

vildu helst gera: dansa eða spila á spil. Af unglingunum vildu 17 dansa

og 25 vildu spila á spil.

a

Settu þessar upplýsingar fram í Vennmynd.

b

Hvað táknar svæðið í miðjunni?

5.37

Tinna, Viktoría, Pálína, Alma, María og Elín eru meðlimir í hjólaklúbbnum

Hreysti. Alma, Tinna og María voru valdar til að taka þátt í liðakeppni.

a

Skráðu hjólreiðastelpurnar í Vennmynd með tveimur mengjum

þannig að allar í hjólaklúbbnum Hreysti séu í öðru menginu og

allir þátttakendurnir í liðakeppninni í hinu.

b

Útskýrðu hvers vegna annað mengið er hlutmengi í hinu en ekki öfugt.

5.38

Í bekkjarferðalagi spurðu kennararnir hvaða viðburðum nemendurnir

27 vildu taka þátt í. Þeir gátu valið um að róa á báti eða ganga á fjöll.

Af þessum nemendum völdu 13 að róa, 20 vildu ganga á fjöll og 2 vildu

hvorugt.

Sýndu þessar óskir nemenda á Vennmynd.

5.39

Á Íslandi er auðugt fuglalíf. Þar má nefna lóu, spóa, hrossagauk, stelk,

skógarþröst, tjald, rjúpu, haförn, fálka og uglu.

a

Flokkaðu þessa fugla í tvo mengjahringi þannig að allir fuglarnir

séu í öðru menginu og ránfuglarnir í hinu.

b

Hvaða fuglaflokkur myndar hlutmengi í öðru menginu?

5.40

Í matreiðslutímunum eiga nemendur að flokka matvörur.

Þeir eru með maís, tómat, agúrku, lauk, hvítlauk, papriku, salathöfuð,

grænkál, gulrót, kartöflu, næpu, rauðkál, rófu, brokkólí og blómkál.

Teiknaðu mengjahringi og flokkaðu grænmetið í annað mengið og

rótargrænmetið í hitt.

5.41

Þú ert með tvö mengi,

A

= {0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9} og

B

= {1, 3, 5, 7, 9}.

a

Teiknaðu Vennmynd og skráðu í hana mengin

A

og

B

.

b

Hvað þýða stærðfræðiorðin sammengi og sniðmengi?

c

Finndu sammengi mengjanna

A

og

B

.

d

Finndu sniðmengi mengjanna

A

og

B

.