Kafli 5 • Líkur og talningarfræði
43
5.22
Líkurnar á litblindu meðal karlmanna eru 8%.
Líkurnar meðal kvenna eru 0,5–1%.
a
Í skóla nokkrum eru 457 nemendur,
230 strákar og 227 stelpur.
Hve margir strákar eru líklega litblindir
og hve margar stelpur?
b
Rannsókn sýnir að tíu strákar og
þrjár stelpur við skólann eru litblind.
Hve miklar líkur eru á að mæta af
tilviljun nemanda sem er litblindur?
5.23
Á Íslandi gætu um 23 000 manns verið með
sykursýki 2. Íbúafjöldi á Íslandi 1. janúar 2016
var rúmlega 332 500.
Hve miklar líkur eru á að þú mætir af tilviljun manneskju
sem er með sykursýki 2?
5.24
Notaðu lukkuhjólin tvö, A og B, neðst á blaðsíðunni.
a
Eru jafnar líkur á útkomum á lukkuhjólum A og B hvoru um sig?
b
Hugsaðu þér að þú snúir lukkuhjólunum. Á hverjum eftirfarandi atburða
eru 50% líkur á að atburður gerist eða gerist ekki?
• Summan er slétt tala.
• Summan er frumtala.
• Margfeldið er oddatala.
• Margfeldið er stærra en 9.
c
Hverjar eru líkurnar á að margfeldið verði stærra en 13?
Skráðu svarið sem almennt brot, tugabrot og prósent.
6 1
4 3
2
5
5 1
3
4
2
6 1
4 3
2
5
5 1
3
4
2
Lukkuhjól A
Lukkuhjól B
Ertu litblind/ur?
Geturðu séð
hvað stendur
í hringnum?