Skali 2B
42
5.18
Þú ert með tvo venjulega teninga, annan rauðan og hinn hvítan. Búðu til
reglur um kast með báðum teningunum þannig að vinningslíkurnar verði
a
1
____
12
b
1
____
36
c
1
___
8
5.19
Þú kastar rauðum og bláum teningi með tölunum 0–9.
a
Gerðu yfirlit yfir allar útkomurnar með að
minnsta kosti einni fimmu.
b
Hverjar eru líkurnar á að fá að minnsta kosti
eina fimmu?
5.20
Þú kastar tveimur teningum með tölunum 0–9.
a
Hverjar eru líkurnar á að þú fáir tvær áttur?
b
Hverjar eru líkurnar á að þú fáir að minnsta kosti eina áttu?
c
Hverjar eru líkurnar á að þú fáir enga áttu?
5.21
Til að komast með bíl frá Vestlandet í Noregi til Østlandet
þarf að fara yfir fjallvegi.
Vegna ófærðar þarf oft að loka fjallvegunum eða skipuleggja
akstur bíla í bílalest.
Fjallvegur
Lokað
Fjöldi klukkustunda
Bílalestir
Fjöldi klukkustunda
Filefjell
18
29
Hemsedalsfjellet
39
124
Strynefjellet
55
26
Aurland–Hol
286
138
Hardangervidda
361
519
Haukelifjell
70
379
a
Finndu líkurnar á að koma að lokuðum vegi á hverjum þessara fjallvega.
b
Hversu miklar líkur eru á að koma annaðhvort að lokuðum vegi eða þurfa
að aka í bílalest yfir hvern þessara fjallvega?
c
Raðaðu fjallvegunum eftir því hve miklar líkur eru á að koma
annaðhvort að lokuðum fjallvegi eða þurfa að aka í bílalest yfir hann.
Skráðu fjallveginn með hæstu líkurnar fyrst.
Heimild:
Bergens Tidende og
Statens vegvesen.
Tölurnar sýna
árleg meðaltöl
fyrir árin
1995–2005
Upplýsingar í töflunni miðast við eitt ár.