Previous Page  43 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 43 / 76 Next Page
Page Background

Kafli 5 • Líkur og talningarfræði

41

5.13

Skráðu líkurnar sem almenn brot, tugabrot og prósent.

a

Líkurnar á að vinna í kökuhappdrætti eru ​ 

1

___ 

50 

​.

b

Líkurnar á sólskini eru 0,3.

c

Líkurnar á að hitta síðhærðan strák úr

bekkjardeildinni eru 0,08.

d

Það eru ​ 

13

___ 

25

​líkur á að fyrsti nemandinn

sem þú hittir úr bekkjardeildinni sé stelpa.

e

Líkurnar á að þú vinnir aukaverðlaunin í

happdrættinu eru 0,05.

f

Líkurnar á að fá „taco“ í matinn á föstudagskvöldið

eru ​ 

7

__ 

8

.

g

Líkurnar á að fjarki komi ekki upp á teningi eru ​ 

5

__ 

6

.

5.14

Eru líkur á útkomunum jafnar eða ójafnar?

a

Þú kaupir happdrættismiða í kökuhappdrætti þar sem einn vinningur

er á hverja 100 miða.

b

Þú tippar á úrslit í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu.

c

Þú ætlar að fara í sokka. Það er dimmt í herberginu og í skúffunni

eru þrjú pör af hvítum sokkum og þrjú pör af svörtum sokkum.

d

Þú ætlar að draga spil af handahófi úr spilastokki.

5.15

Þú kastar tveimur venjulegum teningum. Segðu til um hvort líkurnar

á eftirfarandi atburðum eru jafnar eða ójafnar.

a

Summan er slétt tala. Summan er oddatala.

b

Summan er frumtala. Summan er ekki frumtala.

c

Summan er stærri en 6. Summan er minni en 7.

d

Á öðrum teningnum kemur upp tala sem er stærri en 3.

Á hinum teningnum kemur upp tala sem er minni en 4.

5.16

Teiknaðu lukkuhjól með sex útkomum með jöfnum líkum.

Er hægt að búa til fleiri en eina tegund af þessu lukkuhjóli?

5.17

Hugsaðu þér að þú eigir bingóspjald með 24 tölum og þar að auki er

aukatala í miðjunni. Tölurnar eru á talnabilinu 1–75 að báðum meðtöldum.

Dregin er út af handahófi ein tala í senn.

Eru jafnar eða ójafnar líkur á tölunum sem dregnar eru út, þ.e. eru meiri eða

minni líkur á að einhver tiltekin tala verði dregin út fremur en önnur?