Skali 2B
36
4.146
Á vinstri spássíu sérðu mynd af múffuformi.
Þvermálið efst er 75 mm og þvermálið neðst er 45 mm. Hæðin er 45 mm.
Hliðin er með brotum sem gera það að verkum að þegar slétt er úr henni
tvöfaldast lengd hennar.
a
Úr hvers konar rúmfræðiformi er múffuformið búið til?
b
Reiknaðu flatarmál pappírsins sem þarf til að búa múffuformið til.
c
Hve mörg múffuform er hægt að búa til úr 1 m
2
af pappír?
4.147
Kúlunum á myndinni hefur verið pakkað inn
í sívalningslaga öskju. Þvermál kúlnanna er
4,5 cm. Það eru fjórar kúlur í hverju lagi.
Sívalningurinn er 12 cm í þvermál.
Hve mikið loft er í öskjunni?
Reiknaðu með slumpreikningi.
4.148
Kennarinn getur látið þig fá uppskrift að opna áttflötungnum
hér fyrir neðan. (verkefnablað 2.4.7)
Ef þú hugsar þér að pakka eigi áttflötungnum hér fyrir neðan þétt inn í
silkipappír færðu pakka með átta hliðarflötum, sem allir eru jafnhliða
þríhyrningar, og rúma tvo ferstrenda píramída. Framkvæmdu nauðsynlegar
mælingar til að finna yfirborðsflatarmálið og rúmmál áttflötungsins.
Ferstrendur
píramídi
hefur
ferningslaga
botn og fjórar
þríhyrningslaga
hliðar.