Previous Page  34 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 34 / 76 Next Page
Page Background

Skali 2B

32

4.135

Þríhyrningur hefur grunnlínuna 12 cm og hæðina 15 cm.

Hringur hefur sama flatarmál og þríhyrningurinn.

Hver er geisli hringsins?

4.136

Hér fyrir neðan sérðu marga hálfhringi í ýmsum litum. Geisli rauða

hálfhringsins hefur lengdina 1 einingu.

a

Finndu lengd rauða hálfhringsins.

b

Finndu samanlagða lengd bláu hálfhringjanna tveggja.

c

Finndu samanlagða lengd grænu hálfhringjanna fjögurra.

d

Finndu samanlagða lengd gulu hálfhringjanna átta.

e

Hvernig heldur þú að þetta muni halda áfram ef við búum

til 16, 32, 64 … hálfhringi.

f

Ef þú býrð til fleiri og fleiri hálfhringi á sama hátt munu þeir

að lokum verða næstum því jafnlangir beinu línunni sem hefur

lengdina 2 einingar. Er þetta sönnun fyrir því að

π

= 2?

4.137

Samsett rúmfræðileg mynd er gerð úr sívalningi með hálfkúlu á öðrum

endanum. Geisli sívalningsins er jafn geisla hálfkúlunnar og hæð

sívalningsins er einnig jöfn geislanum.

a

Gerðu skissu af myndinni.

b

Úskýrðu hvers vegna formúluna fyrir rúmmáli slíkrar myndar

má skrifa sem ​ 

5

__ 

3

π

r

3

.

4.138

Karfa, sem er 40 cm á hæð, er í laginu eins og afskorin keila.

Þvermál botnsins er 20 cm og geisli keilunnar efst er 30 cm.

Hvert er rúmmál körfunnar?