Skali 2B
30
4.126
Grasflöt er L-laga og sett saman úr tveimur rétthyrningum. Lengsta brún
flatarinnar er 25 m. Gerðu skissu og finndu mál sem passa við flatarmál
grasflatarinnar sem er 446 m
2
.
4.127
Sundlaug er 12,5 m á lengd og 8 m á breidd. Sundlaugin er misdjúp, þannig:
Fyrstu þrjá metrana er dýptin 0,8 m. Botninn lækkar svo jafnt og þétt þar til
dýptin verður 2,1 m og sú dýpt helst síðustu tvo metrana.
a
Teiknaðu þversnið af sundlauginni og skráðu málin á myndina.
b
Hve marga rúmmetra af vatni rúmar sundlaugin?
4.128
Teiknaðu fyrst hjálparmynd, notaðu síðan hringfara og reglustiku til að
teikna myndina. Skrifaðu teiknilýsingu.
a
Teiknaðu þríhyrninginn ABC þannig að
∠
B = 90° og lengd AC á að vera
tvöföld lengd BC. Veldu málin að vild.
b
Þríhyrningurinn ABC í a-lið er hluti af ferhyrningnum ABCD.
D liggur jafn langt frá A og frá C og hæðin frá D á AC er jafn löng og AB.
Merktu punktinn D og teiknaðu AD og CD.
c
Hvert er flatarmál ferhyrningsins ABCD í b-lið samanborið við flatarmál
þríhyrningsins ABC?
d
Hve stór eru hornin í ferhyrningnum ABCD?
4.129
Hliðar rétthyrnda þríhyrningsins á myndinni eru 3 cm, 4 cm og 5 cm á lengd.
Finndu hæðina
h
.
h