Previous Page  29 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 29 / 76 Next Page
Page Background

Kafli 4 • Rúmfræði og útreikningar

27

4.111

Amma á sívalningslaga kökubox sem er 14 cm á hæð og þvermálið er

32 cm. Afi á kökubox með ferningslaga grunnfleti þar sem hliðarbrúnin

er 28 cm. Hæð boxins er 16 cm.

Sýndu með útreikningi hvort þeirra, amma eða afi, á stærra kökubox.

4.112

Fléttað jólatréshjarta er sett saman úr tveimur eins hlutum.

Hvor þeirra er tvöfaldur og samanstendur af ferningi og hálfhring.

Hve mikinn pappír þarf í hjartað ef hlið ferningsins er 6 cm?

(Ekki taka hankann með í reikninginn)

4.113

Hvort formið í hverjum tölulið hér á eftir hefur stærra rúmmál?

a

• réttur strendingur með hliðarbrúnirnar 4 cm, 5 cm og 7 cm

• sívalningur með geislann 3 cm og hæðina 12 cm

b

• keila með geislann 3 cm og hæðina 10 cm

• kúla með geislann 4 cm

c

• píramídi með ferningslaga grunnflöt, hlið grunnflatarins er 5 m

og hæð píramídans 6 m

• teningur með 4 m hliðarbrún

4.114

Verslun selur sívalningslaga álpott til að steypa kerti í.

a

Reiknaðu flatarmál álplötu sem notuð er til

að búa til sívalningslaga álform sem passar

ofan í pottinn.

b

Hvert verður rúmmál kertisins eða sápunnar,

sem steypa má í forminu, ef það er fullt?

4.115

Reiknaðu út flatarmál þessara samsettu mynda.

a

b

c

2 cm

2 cm

4 cm

1 cm

4 cm

1 cm

3 cm

3 cm

2 cm

2 cm

Búðu til þín eigin kerti og sápur

Álpottur til að steypa í.

Álformið er sett í vatnsbað í pottinum til að

bræða steypuefnið (parafín, sterín eða sápa).

Mál álformsins:

Sívalningur: þvermál 8,5 cm, hæð 22,5 cm.