Skali 2B
28
4.116
Sívalningur með geislann 6 cm þarf að hafa að minnsta kosti 3 lítra rúmmál.
Hver þarf hæðin þá að vera?
4.117
Í tígli er styttri hornalínan 7 cm og sú lengri 12 cm.
Hvert er flatarmál tígulsins?
4.118
Á bókasafni nokkru eru borðin trapisulaga.
Lengsta hliðarbrúnin er 120 cm og þrjár
styttri hliðarnar eru 60 cm.
Breidd borðsins er 52 cm og hornin eru
60° og 120°.
a
Finndu ummál og flatarmál borðsins.
b
Hægt er að raða saman tveimur trapisuborðum og mynda sexhyrning.
Hvert er þá ummál og flatarmál sexhyrndu borðplötunnar?
c
Raða má saman fleiri trapisuborðum og mynda marghyrning. Hve mörg
borð komast fyrir í marghyrningnum og hvert verður flatarmál og ummál
þeirrar borðplötu?
4.119
Innri brún hlaupabrautar er 400 m á lengd. Hvor langhlið er 100 m á lengd.
a
Hver er fjarlægðin milli samsíða langhliðanna tveggja?
Það eru 8 hlaupabrautir hver við hliðina á annarri. Hver þeirra er 80 cm
á breidd. Leggja á 2 cm þykkt malarlag á allar hlaupabrautirnar.
b
Hve marga rúmmetra af möl þarf í þetta verkefni?
4.120
Op á jarðgöngum er í laginu eins og rétthyrningur með hálfhring að ofan.
Breidd jarðganganna er 16 m og minnsta hæð er 6 m.
a
Hver er mesta hæð ganganna?
b
Hve stórt er gangaopið?
c
Göngin eru 240 m á lengd. Finndu rúmmál þess magns af grjóti
sem hefur verið fjarlægt?
d
Grjótinu var ekið burt með flutningabílum sem rúmuðu 12 m
3
hver.
Hve marga flutningabíla þurfti?