Kafli 4 • Rúmfræði og útreikningar
17
4.63
Myndin sýnir körfuboltavöll og báðar körfurnar.
Notaðu myndina sem hjálparmynd og teiknaðu, með hringfara og
reglustiku, körfuboltavöll í mælikvarðanum 1 : 100.
4.64
Askur og Bára búa í 100 m fjarlægð hvort frá öðru. Þau grafa niður fjársjóð.
Fjarlægð fjársjóðsins frá húsi Báru er þreföld fjarlægð fjársjóðsins frá húsi
Asks.
a
Notaðu rúmfræðiforrit til að teikna slóð sem sýnir hvar fjársjóðurinn
getur verið grafinn.
b
Niðurstaðan í a-lið á að verða hringur. Notaðu þrjá punkta á slóðinni
til að teikna hringinn.
c
Óðinn býr mitt á milli Asks og Báru. Strikið frá fjársjóðnum að húsi Óðins
er snertill hringsins í b-lið. Það merkir að fjársjóðurinn getur
verið í tveimur punktum. Finndu þessa punkta.
4.65
Notaðu hringfara og reglustiku eða rúmfræðiforrit.
Teiknaðu hring með miðju í M og 3 cm geisla. Dragðu línu gegnum M
og merktu punktinn P á línuna í 5 cm fjarlægð frá M. Speglaðu P um M, þá
fæst punkturinn P
′
. Teiknaðu snertla hringsins gegnum punktana P og P
′
.
Teiknaðu ferhyrninginn sem afmarkast af snertlunum fjórum. Hvers konar
ferhyrning hefur þú nú teiknað?
4.66
Teiknaðu hvasshyrndan þríhyrning. Teiknaðu síðan, með hringfara og reglu-
stiku, innritaðan hring í þríhyrninginn og einnig umritaðan hring um hann.
Hliðarlína
Endalína
Miðlína
Frísvæði
Vítalína
þriggja stiga lína
Karfa
28 m
7,825 m
5,80 m
1,80 m
3,60 m
1,80 m
6 m
1,20 m
12,50 m
15 m