Previous Page  21 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 21 / 76 Next Page
Page Background

Kafli 4 • Rúmfræði og útreikningar

19

4.71

Brú nokkurri er haldið uppi af átta strendingslaga súlum. Allar súlurnar

hafa sama tólf hliða grunnflöt sem er 1,4 m

2

að flatarmáli. Fjórar súlnanna

eru 8 m á hæð og hinar fjórar 6 m á hæð.

Hve mikla steypu þurfti til að steypa súlurnar?

4.72

Sólpalli er haldið uppi af tveimur sívalningslaga súlum. Súlurnar eru

2,60 m á hæð og þvermál þeirra er 28 cm. María ætlar að mála súlurnar.

Hvert er flatarmál svæðisins sem María þarf að mála?

4.73

Búð nokkur selur form til að steypa kerti í.

Skoðaðu auglýsinguna hér til hægri.

a

Reiknaðu rúmmál plastformsins.

b

Finndu hve marga lítra af steríni þarf í eitt kerti.

c

Hve mikið vegur 1

l

af tilbúnu kerti?

4.74

Í bíóhúsi er byrjað að selja poppkorn í kramarhúsum.

Mesta þvermálið er 16 cm og hæðin 22 cm.

Hve mikið poppkorn kemst fyrir í kramarhúsinu?

4.75

Veislutjald er í laginu eins og píramídi.

Málin eru þessi:

Innanrými (l · b · h) : 300 cm · 275 cm · 205 cm

Hve margir rúmmetrar af lofti eru inni í tjaldinu þegar það er tómt?

4.76

Jólakúlurnar á myndinni eru 7 cm í þvermál.

a

Finndu rúmmál kúlnanna.

b

Kúlurnar eru hálfur sentimetri á þykkt.

Hve margir rúmsentimetrar af gleri eru í kúlunum?

Steypuform úr plasti til að steypa kerti úr steríni.

Formið er með stuðningsfótum og er stöðugt meðan

á steypunni stendur.

Uppskrift: Notaðu 1 hluta af parafíni og 2 hluta

af steríni.

Stærð plastformsins:

Sívalningurinn: þvermál: 7 cm; hæð: 11,5 cm

Um það bil 400 g

Þyngdin segir til um massa kertisins.