Kafli 4 • Rúmfræði og útreikningar
23
4.92
Skoðaðu hlutina á myndinni til hægri.
Hluturinn er gerður úr ferningi, tveimur jafnhliða
þríhyrningum og tveimur trapisum sem hvor um sig
er gerð úr þremur jafnhliða þríhyrningum.
Ef þú brýtur pappír, býrð til tvö eintök og límir þau saman
færðu tvo hluti í gestaþraut. Gestaþrautin getur orðið
ferflötungur (þrístrendur píramídi sem er gerður úr
fjórum jafnhliða þríhyrningum).
a
Búðu til hlutina í gestaþrautina og ferflötunginn.
b
Litli þríhyrningurinn efst hefur flatarmálið 1. Reiknaðu út yfirborðs-
flatarmál ferflötungsins þegar búið er að setja hann saman.
4.93
Útskýrðu hvernig skilja má skiptingu fæðupíramídans. Gerðu útreikninga
og settu fram tillögu um hvernig best er að skipta innihaldi fæðunnar í
mismunandi fæðuflokka samkvæmt myndinni.
4.94
Notaðu upplýsingarnar í textanum til hægri.
a
Finndu rúmmál handbolta fyrir karlkyns eldri leikmenn.
b
Hve mörgum prósentum stærri er handbolti fyrir karla
en handbolti fyrir konur?
c
Notaðu töflureikni til að finna geisla (námundaðan að næsta
millimetra) handbolta með rúmmálið 4
l
. Getur slíkur bolti verið
handbolti? Rökstyddu svarið.
Tákn
Þessi tákn sýna hve mikil fita og
sykur eru í matnum.
Fita
(náttúruleg og viðbætt)
Sykur
(viðbættur)
Fita, olía og sætuefni
Mjólkurvörur
Kjöt, fiskur, hnetur,
egg og fuglakjöt
Grænmeti
Ávextir
Brauð, korn-
blöndur,
hrísgrjón
og pasta
Um handbolta
Boltinn er hnöttóttur og
fylltur með lofti. Yfir-
borð hans er úr leðri
eða gerviefni. Eldri
karlkyns leikmenn nota
bolta sem er 58−60 cm
að ummáli og vegur
425−475 g. Kvenkyns
leikmenn nota bolta
með ummálið 54−56 cm
og 325−375 g að
þyngd. Strákar og
stelpur nota minni
bolta.
Heimild: Store norske
leksikon,
http://snl.no