Skali 2B
20
4.77
Tveir flutningskassar hafa þessi mál:
Kassi 1: lengd 0,9 m, breidd 0,6 m, hæð 0,8 m
Kassi 2: lengd 0,8 m, breidd 0,65 m, hæð 0,75 m
a
Hvor kassinn er stærri að yfirborðsflatarmáli?
b
Hvor kassinn er stærri að rúmmáli?
4.78
Ólafur ætlar að smíða dótakassa handa bróður sínum.
Hæðin á að vera 0,6 m. Gerðu tillögu um lengd og breidd
á kassanum þannig að rúmmálið verði um það bil 0,3 m
3
.
4.79
Blómakerið á myndinni er steypt en klætt með timbri. Botninn er 1 m · 1 m
og hæðin er 80 cm. Steyptu veggirnir og botninn eru 12 cm á þykkt.
a
Hve mikið af mold kemst í beðið?
b
Hvert er rúmmál steypunnar sem beðið er gert úr?
c
Hve mikið vegur tómt beð þegar eðlisþyngd steypu er 2,3 kg/dm
3
?
4.80
Réttur þrístrendingur hefur þessi mál:
Grunnlína í þríhyrningnum: 6 cm
Hæð í þríhyrningnum: 5 cm
Lengd strendingsins: 12 cm
a
Finndu rúmmál þrístrendingsins.
b
Gerðu tillögu um mál á réttstrendingi þannig að rúmmálið verði
2
__
3
af rúmmáli þrístrendingsins.
4.81
Föndurverslun nokkur selur form til að steypa kerti í.
a
Reiknaðu hvað þarf
marga cm
2
af plasti til
að búa til steypuformin.
b
Finndu hvað 1 cm
3
af steríni vegur.
Þetta kallast
eðlisþyngd steríns.
Búðu til þín eigin kerti
Form úr plasti til að steypa kerti.
Formið er með stuðningsfótum og er stöðugt á
meðan steypt er.
Búðu til þín eigin kerti.
Steypuform úr plasti fyrir kerti úr steríni.
Uppskrift: Notaðu 1 hluta af parafíni og 2 hluta af
steríni.
Stærð plastformsins:
Sívalningurinn: þvermál: 6,5 cm; hæð: 22 cm
Um það bil 630 g
Þyngdin segir til um massa kertisins.
Þrístrendingur
er strendingur
með þríhyrnda
grunnfleti.
Ferstrendingur
er strendingur
með ferhyrnda
grunnfleti og fjóra
hliðarfleti að auki.