Previous Page  24 / 76 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 24 / 76 Next Page
Page Background

Skali 2B

22

4.87

Smjörstykki er í laginu eins og réttur strendingur og á að rúma 500 g.

Eðlisþyngd smjörs er um það bil 1. Smjörstykkið er 12,6 cm á lengd

og 7,3 cm á breidd.

a

Hver er hæð smjörstykkisins?

Framleiðandinn kemur smjörstykkjunum fyrir í pappakassa þannig

að hver kassi rúmar 5 kg.

b

Settu fram tillögu um hvernig pakka má smjörstykkjunum í kassa,

skráðu málin og finndu yfirborðsflatarmál kassans þíns.

4.88

Pappakassi á að rúma 0,12 m

3

.

a

Settu fram tvær tillögur um hver lengd, breidd og

hæð kassans getur verið.

b

Finndu yfirborðsflatarmál kassanna tveggja sem þú gerðir tillögur um.

4.89

Bökuform er hér um bil í laginu eins og sívalningur. Stærð bökuforma

eru gefin upp sem þvermál.

a

Hvert er rúmmál bökuforms sem er 26 cm í þvermál og 4 cm á hæð?

b

Nína bakar böku í tveimur formum sem eru 20 cm en Þór bakar böku

í formi sem er 30 cm. Öll formin eru jafn há. Útskýrðu hvers vegna

Þór bakar meira af böku en Nína.

c

Hve mörgum prósentum stærri er baka, sem bökuð er í 28 cm formi,

en sú sem er bökuð í 24 cm formi?

4.90

Myndin hér til hliðar sýnir hvernig þú getur búið til mismunandi

keilur úr pappír.

a

Búðu til eina keilu af hverri tegund. Veldu geisla hringjanna

og notaðu sama geislann í alla hringina.

b

Reiknaðu út yfirborðsflatarmál hverrar keilu fyrir sig sem þú bjóst til.

c

Berðu saman yfirborðsflatarmál keilnanna þriggja.

Hvert er hlutfallið milli þeirra?

d

Finnur þú einhver tengsl milli hlutfallanna í c-lið?

4.91

Trébolur er 8 m langur og er í laginu eins og afskorin keila.

Þvermál annars enda hans er 40 cm og hins endans 30 cm.

a

Finndu rúmmál trébolsins.

b

Trébolurinn er notaður til að búa til eins stóran stólpa og hægt er sem

er í laginu eins og sívalningur. Afgangurinn af bolnum er notaður í kurl.

Hve mörg prósent af trébolnum fara í kurl?