Kafli 4 • Tölfræði
39
4.49
Notaðu sýnidæmi 12.
a
Finndu og berðu saman meðaltímann og miðgildið í hópi 1 og hópi 2.
b
Finndu spönn niðurstaðna í 60 m hlaupi í hópi 2.
c
Hvaða upplýsingar gefur spönnin í b-lið?
d
Berðu saman spönnina í hópi 1 í sýnidæmi 12 og spönnina í hópi 2
sem þú fannst í b-lið.
e
Ræddu við bekkjarfélaga þinn og finnið dæmi um hvenær það er kostur
og hvenær það er galli þegar spönnin er stór eða þegar hún er lítil.
4.50
Tvær bekkjardeildir fara í náttúrufræðipróf. Í annarri bekkjardeildinni er
hæsta einkunnin 6 og sú lægsta 1. Í hinni deildinni er hæsta einkunnin
5 og sú lægsta 3.
Finndu spönn einkunnanna í hvorri bekkjardeild fyrir sig.
4.51
Fyrir nokkrum árum var kílóverð á fjórum matvörutegundum kannað
í fimm mismunandi verslunum. Finndu spönn verðsins á hverri
matvörutegund fyrir sig.
Kílóverð (kr.)
matvara
verslun 1 verslun 2 verslun 3 verslun 4 verslun 5
mysingur
598
1670
1578
1390
1630
kjötfars
1198
930
1176
998
1250
pylsur
786
998
1318
1510
1050
sykur
270
298
250
230
258
4.52
Í tveimur handboltaliðum stúlkna, fæddra 1997, er aldurinn mismunandi.
Í liði A er elsta stúlkan fædd 5. apríl og sú yngsta 23. nóvember. Í liði B er
elsta stúlkan fædd 7. mars og sú yngsta 12. október.
a
Finndu spönn aldurs stúlkna í hvoru liði fyrir sig. Skráðu svörin í dögum.
b
Getur verið að hærri meðalaldur sé í liði A en í liði B?
Útskýrðu svarið. Gott er að nota dæmi með tölum.