skali1b_nem_flettibok - page 38

Skali 1B
36
4.46
Í þriggja systkina hópi er bæði miðgildi og meðalaldur 8 ár. Það er ekkert
tíðasta gildi.
a
Hve gömul geta systkinin verið? Finndu að minnsta kosti tvö
mismunandi svör.
b
Finndu alla möguleika í a-lið.
c
Í fjögurra systkina hópi er meðalaldurinn 12 ár og miðgildið er 11,5 ár.
Elsta systkinið er 4 árum eldra en næstelsta systkinið. Ekkert tíðasta
gildi er og aldursmunur milli elsta og yngsta systkinis er 9 ár.
Hve gömul eru systkinin fjögur?
4.47
Arnhildur ákveður að vigta kanínurnar sínar fimm.
Hún skráir niðurstöður í töflu:
Nafn Tegund
Þyngd (kg)
Stúfur
Dvergkanína
2,6
Snjáldra Lion head
3,1
Kóngsi
Rex
7,6
Ljúfa
Angóra
3,9
Trítla
Mini loupe
3,4
a
Finndu meðalþyngd kanínanna og miðgildið.
b
Hvort finnst þér henta betur í a-lið meðaltalið eða miðgildið?
Rökstyddu svarið.
c
Útskýrðu hvers vegna það er út í hött að leita að tíðasta gildi
þyngdar á kanínunum.
d
Arnhildur eignast eina kanínu í viðbót.
Þá lækkar meðalþyngd kanínanna í 3,9 kg.
Hvað vegur nýja kanínan?
1...,28,29,30,31,32,33,34,35,36,37 39,40,41,42,43,44,45,46,47,48,...140
Powered by FlippingBook